Samþykktir bæjarstórnar frá því í gær

Samgöngur, lundaveiðin og sjúkraflugvél á fundi bæjarstjórnar.

2.Júlí'10 | 13:19
Framtíðarsamgöngur við Vestmannaeyjar
Á fundi sínum 20. Maí 2010 samþykkti bæjarstjórn Vestmannaeyja samkomulag við Eimskip þar sem fyrir lág vilji beggja aðila til að bera ráðandi hluta af kostnaði við fjölgun ferða Herjólfs í vetraráætlun um 125 og tryggja þar með fjórar ferðir á dag allt árið. Í framhaldið af þeirri samþykkt var óskað eftir afstöðu samgönguráðherra til samkomulagsins og 33% kostnaðarþátttöku í þessari miklu samgöngubót. Erindið var sent á netfang ráðherra og netfang ráðuneytisins. Um leið var erindið sent í landpósti á ráðuneytið.
 
Enn hefur ekki borist svar við þessu mikla hagsmunamáli og ítrekar bæjarstjórn mikilvægi þess að viðbrögð berist sem fyrst. Undirbúningur haust og vetrarstarfs stendur nú sem hæst og umtalsverður skaði af því að fá ekki svör við því hvort Samgönguráðuenytið hefur vilja og getu til þátttöku í þessum miklu samgöngubótum.
 
Ályktun
 
Vestmannaeyjabær ítrekar beiðni um svar frá Samgönguráðuneytinu við erindi sínu.
 
Lundaveiði 2010
 
Í ljósi váglegrar stöðu lundastofnsins samþykkir bæjarstjórn Vestmannaeyja að halda þeim takmörkunum á veiði sem verið hefur undanfarin ár. Þannig er viðitímabilið stytt úr 55 dögum í 5 daga. Miðað er við að tímabilið hefjist 24. júlí og ljúki 28. Júlí, báðir dagar meðtaldir.
 
Þrátt fyrir að einsýnt sé að veiðar hafi lítil áhrif á viðkomu stofnsins og skýringa á viðkomubresti þurfi að leita annarsstaðar telur bæjastjórn Vestmannaeyja rétt að takmarka veriðar með þessum hætti. Bæjarstjórn vill ennfremur nota tækifærið og þakka bjargveiðimönnum þá ríku ábyrgð sem þeir hafa axlað með verulegum takmörkunum á veiðum innan þess takmarkaða svigrúm sem veitt er. Í mörgum bjargeiðifélögum hefur veiði jafnvel verið algerlega lögð niður vegna ástandsins. Bæjarstjórn hvetur bjargveiðimenn til að haga veiðum áfram með þeim hætti að lundinn njóti ætið vafans.
 
Bæjarstjórn ítrekar einnig mikilvægi þess að ríkisvaldið veiti Þekkingarsetri Vestmannaeyja og Náttúrustofa Suðurlands aukið sigrúm til rannsókna á sjófuglum og lífríki Vestmannaeyja og sýni með því sömu ábyrgð á ástandinu og Vestmannaeyjabær og bjargveiðimenn.
 
Sjúkraflug
 
Bæjarstjórn Vestmannaeyja ítrekar það sem marg oft hefur komið fram áður um staðsetningu sjúkravélar í Vestmannaeyjum.
Atvinnulíf og ferðaþjónusta Vestmannaeyja er sérstæð svo ekki sé talað um landfræðilega sérstöðu. Eyjamenn þekkja því að slys og annað sem kallar á bráðaflutning sjúkravélar gerir ekki boð á undan sér og þörf fyrir þjónustu vélarinnar getur af sjálfsögðu myndast allan sólarhringinn.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja telur það með öllu óviðunandi að sjúkravél sem ætlað er að þjóna Vestmannaeyjum sé ekki til staðar á Vestmannaeyjaflugvelli. Þær aðstæður geta skapast að með öllu sé ófært að lenda í Vestmannaeyjum, en á sama tíma mögulegt að sjúkraflugvél geti tekið á loft frá Eyjum. Þá Slík tilvik hafa gerst nokkru sinnum á undanförnum árum. Að auki getur viðbragðstími til að bregðast við óvæntum aðstæðum skipt sköpum ef flugvélin er staðsett í Eyjum frekar en í Reykjavík eða á Akureyri.
 
Bæjarstjórn telur það fjarstöðu að halda því fram að tilkoma Landeyjahafnar dragi úr þörf fyrir sjúkraflugvél í Vestmannaeyjum.
 
Ályktun
Bæjarráð skorar á heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra að gera nú þegar viðeigandi ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að þessi öryggisþjónusta verði skert og tryggj að sjúkravél verði staðsett í Vestmannaeyjum.
 
 
 
 
 
 
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).