Skemmdir unnar á byggingakrana á fjölnota íþróttahúsi við Týsheimilið.

Fíkniefni fannst á farþega í Herjólfi

29.Júní'10 | 05:56
Það var í nógu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið enda töluverður fjöldi fólks í bænum í tengslum við Shellmót ÍBV. Hins vegar fór mótið ágætlega fram og þurfti lögreglan lítið að hafa afskipti af gestum mótsins. Ein eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í vikunni en um var að ræða skemmdir á byggingakrana sem er í grunni fjölnota íþróttahússins vestan við Týsheimilið.
Var búið að brjóta rúður í krananum ásamt því að stjórntæki voru skemmd. Skemmdarverkið mun hafa verið unnið aðfaranótt 26. júní sl. en ekki er vitað hver þarna var að verki. Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver þarna átti hlut að máli eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.
 
 
Við eftirlit lögreglu við komu Herjólfs til Vestmannaeyja þann 21. júní sl. stöðvaði lögreglan för nokkurra aðila sem voru að koma með skipinu. Við leit í farangri eins þeirra fannst lítisháttar af fíkniefnum. Viðurkenndi sá er átti farangurinn að vera eigandi að efninu og telst málið upplýst.
 
 
Einn ökumaður var stöðvaður, aðfaranótt 26. júní sl. vegna gruns um ölvun við akstur og við nánari athugun liggur grunur á að hann hafi einnig verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Þegar ökumanninum var gefið merki um að stöðva aksturinn sinnti hann því ekki og þurfti lögreglan að aka í veg fyrir hann með þeim afleiðingum að árekstur varð með bifreiðinni og lögreglubifreiðinni. Ökumaðurinn, sem reyndist vera 16 ára og var ekki með ökuréttindi, var færður á lögreglustöðina. Hann var síðan sóttur þangað af foreldrum sínum. Litlar skemmdir urðu á lögreglubifreiðinni en einhverjar skemmdir urðu á hinni bifreiðinni. Engin slys urðu á fólki.
 
 
Annars liggja fyrir 10 kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna og má m.a. nefna vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstri, notkun farsíma án handfrjálsbúnaðar í akstri ofl.
 
 
Þar sem Goslokahátíðin er um næstu helgi er rétt að minna foreldra á útivistareglurnar en börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22:00 og ungmenni á aldrinum 13 til 16 ára mega ekki vara á almannafæri eftir miðnætti. Aldur miðast við fæðingarár.
 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.