Dagskráin verður birt á dalurinn.is ná á fyrstu dögum júlí mánaðar

Þjóðhátíð 2010 og framkvæmdir í dalnum

Muna nýtast mjög vel að sögn skipuleggjanda

29.Júní'10 | 06:04
Rúmur mánuður er í Þjóðhátíð 2010, í dalnum er verið að vinna á fullu við miklar framkvæmdir. Þarna er verið að gera varanlegt mannvirki og varnargarð í brekkunni til að vernda öryggi gesta. Nokkrar spurningar hafa vaknað vegna famkvæmdanna og heyrðum við í Ólafi Þóri Snorrasyni hjá Vestmannaeyjabæ og Tryggva Má hjá þjóðhátíðarnefnd um gang mála.
Þegar við spurðum Tryggva Már í þjóðhátíðarnefnd hvernig framkvæmdir í dalnum ganga og hvort allt sé á áætlun: vinnan við mannvirkin inní dal eru á áætlun og eru kostirnir við að fá þessa byggingu þarna margir. Þarna ætlum við að hafa kynjaskipt almenningssalerni, þá fáum við aukið rými fyrir sölubúðir. Manna-aðstaðan fyrir sviðið færist á neðri hæðina og einnig verða geymslur þarna. Þar spörum við okkur töluvert í fluttningskostnað. Einnig stækkar danspallurinn um 90 fermetra við þetta, því að sviðið minnkar að umfangi miðað við hvernig þetta var í fyrra.
Ólafur Þór Snorrason Framkvæmdastjóri Umhverfis- og Framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar segir að: Framkvæmdir við tjaldflöt sé lokið nema eftir er að setja rafmagnsstaura fyrir hjólhýsi niður. Framkvæmdir vegna grjótvarnargarð eru í fullum gangi og verður lokið í tæka tíð fyrir Þjóðhátíð en aðrar framkvæmdir eru á vegum ÍBV

Viss breyting er kominn á heildarmyndina í dalnum en Tryggvi sagði að: varðandi heildarmyndina í dalnum þá vil ég ekki meina að þetta séu miklar breytingar. Vissulega er mesta breytingin við að steypa upp Brekkusviðið en félagið er ákveðið í því að klára útlitslega þáttinn svo að sómi sé að. Til þess höfum við fengið tíma fram yfir þjóðhátíð 2011. Þannig að í ár komum við mannvirkinu upp og fyrir þjóðhátíð 2011 munum við leggja áherslu á að klára útlitslega þáttinn. Varðandi framtíðarsvið ofan á þessa byggingu sem nú rís er meiningin að skoða vandlega nú á næstu árum. Hvort farið verður út í hugmyndasamkeppni eða leitað til einhvers ákveðins aðila á eftir að taka ákvörðun um.
Ólafur Þór segir að: Reynt sé að halda sem mest í heildarmynd dalsins en óhjákvæmilega verður alltaf eitthvað rask þegar breytingar eru gerðar. Herólfsdalur er í stöðugri þróun eins og aðrir staðir og mannvirki í Vestmannaeyjum

Nú hefur heyrst að það verði klósett í mannvirkinu og selt inná þau, er eitthvað til í þeim efnum? Það er víða í heiminum rukkað hóflegt gjald á snyrtileg salerni og margir eru tilbúnir til að greiða til þess að komast á snyrtileg salerni. Ekki er endanlega búið að ákveða hvort af því verður á þessum salernum en meiningin var að kosta töluverðu til, svo að þessi salerni eins og best verður á kosið. Þarna verður dyravarsla og starfólk verður að störfum á meðan salernin verða opin. Svo er rétt að benda á að gömlu salernin verða á sínum stað og ekki verður rukkað á þau.
 
Í brekkunni er verið grafa skurð og gera einhverskonar hól, í hverju fellst sú framkvæmd? Varðandi brekkuframkvæmdina þá erum við fyrst og fremst að hugsa um öryggi gesta. Þarna hefur verið eitthvað um grjóthrun og viljum við reyna að fyrirbyggja það eins og nokkur kostur er. ÍBV og Vestmannaeyjabær standa saman að þessu og felst famkvæmdin í því að grafa hefur útbúið plan í brekkuna og þar ofaná eru svo settar netagrindur eða svokallaðir gabionar. Ofan í þær er grjótinu svo raðað sem er í brekkunni. Við gerum okkur grein fyrir að þetta verði ljótt nú í sumar en til stendur að setja mold saman við þetta og rækta þetta upp líkt og búið er að gera austar í brekkunni.
 
Þar á að koma fyrir grjótgrindum sem eiga að koma í veg fyrir grjóthrun ofan úr skriðunum niður í brekkuna. Segir Ólafur

Er útbúna planið ekki of lágar til rúma allt þá gesti sem er von á þjóðhátíð? Auðvitað hefði verið betra að fara ofar í brekkuna, en hins vegar er hún orðin það brött þarna fyrir ofan að ekki er gott að sitja þar. Með snúningnum á sviðinu sem að við fórum í, í fyrra þá komum við einhverjum þúsundum fleiri í brekkuna. Þá hafa skjáirnir sem að við vorum með í fyrra sitt að segja. Það sem að við erum líka að reyna að gera er að stækka hljóðkerfið þannig að það skili sér um alla brekku. Þá erum við aðallega að tala um á kvölddagskránni, segir Tryggvi Már.
 
Þarna er orðið svo bratt að ekki er gott að sitja þarna. Þess má geta að í fyrra hækkuðum við röndina um 2 metra og þessi garður er fjórum metrum ofan við þá línu. Það er ekki æskilegt að færa setstæðin enn ofar í brekkuna. Segir Ólafur Þór
 
Við spurðum Tryggva um komandi Þjóðhátíð og spurðum hann um mögulega met aðsókn í ár:
Það er alveg klárt að við erum að sjá fjölmenna þjóðhátíð í ár. Hinsvegar er örlítil óvissa um flugsamgöngur. Þá er ég aðallega að tala um Bakkaflugið. Ekki er enn farið að fljúga þangað með reglulegum hætti. Einnig er ekki komið á hreint með smærri báta í Landeyjarhöfn. Þ.e hvort að þeir bátar fái leyfi á faþegafluttninga. Þessir tveir þættir geta verið munurinn á því hvort að við séum að horfa fram á svipaðan fjölda og í fyrra eða einhvern meiri fjölda.
 
En meigum við sjá einhverjar nýjungar á komandi Þjóðhátíð? Þú spyrð um nýjungar, við erum náttúrulega að steypa upp áðurnefndan kjallara með öllum þeim nýjungum sem þar verða. Í ár mun allur okkar kraftur fara í að innrétta þessa nýbyggingu. En til framtíðar litið þá getum við leyft okkur að fara að framkvæma eitthvað nýtt. Þá fer ekki allur okkar kraftur í að koma sölubúðunum og sviðinu upp.
 
Frábært verður var á Þjóðhátíðinni í fyrra og spurðum við Tryggva hvort væri búið að panta gott verður á léttu njótunum en hann segir að langtíma verður spáin lofi góðu.

Að lokum vil ég hvetja alla sem að vetlingi geta valdið að mæta inní dal í uppbygginguna þegar að hún hefst nú í byrjun júlí segir Tryggvi í lokin
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.