Myndband og frétt af fotbolta.net

Hjalti Kristjánsson spilar 51 árs:

Aðeins of léttur á vellinum

27.Júní'10 | 07:11
,,Ég vil vera fyrirmynd fyrir einhverja og vonandi eru einhverjir sem reyna að leika það eftir," sagði Hjalti Kristjánsson þjálfari KFS eftir 6-1 sigur liðsins á Afríku í dag. Hjalti sem er 51 árs gamall kom inn á sem varamaður í leiknum og lék síðustu tíu mínúturnar.

,,Ég hef ekki verið í jafngóðu formi í mörg ár. Ég er búinn að léttast og var reyndar aðeins of léttur á vellinum sýndist mér, mér var feykt þarna um koll. Það getur verið að ég taki fleiri leiki núna."

 
KFS hefur verið að lifna við eftir dapra byrjun en liðið hefur fengið sjö stig úr síðustu þremur leikjum.

,,Þetta gekk alveg hræðilega í vor. Menn vildu ekki koma í leikina og voru eitthvað leiðir. Það var engin stemning fyrir þessu og því fór sem fór. Það er búið að leggja mikla vinnu í að rífa þetta upp og mér sýnist það vera að skila sér. Við erum allt í einu komnir í sénsinn aftur eftir að hafa skitið á okkur í byrjun."

Hjalti er á sínu nítjánda ári sem þjálfari og það er engan bilbug á honum að finna.

,,Þetta er ákveðinn lífsstíll og þetta verður bara skemmtilegra ef eitthvað er. Ég fæ aldrei leið á þessu."

,,Núna erum við loksins að fá gervigrashús í Vestmannaeyjur og ég hlakka til. Það verður held ég bylting og ég sé ekki annað en að það örvi mig áfram."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.