Eyjamenn aftur á toppinn

Umfjöllun af visir.is

26.Júní'10 | 05:24
ÍBV kom sér aftur á topp Pepsi-deildar karla með góðum 3-0 sigri á nýliðum Selfoss í fyrsta leik 9. umferðar.
 
Óhætt er að segja að Eyjamenn hafi byrjað af krafti í leiknum en fyrsta markið kom eftir aðeins 40 sekúndur. Þó kom markið úr þriðja skoti leiksins.
Þórarinn Ingi Valdimarsson braust upp vinstri kantinn og náði tveimur skotum að marki sem Jóhann Ólafur Sigurðsson varði bæði í marki Selfyssinga. Boltinn barst þá hins vegar til Tryggva Guðmundssonar sem gerði engin mistök og skoraði fyrsta mark leiksins.
 
Eyjamenn fengu fleiri tækifæri til að bæta við mörkum í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki. Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss, reyndi að hrista upp í sínu liði með tvöfaldri skiptingu á 58. mínútu en allt kom fyrir ekki.
 
Á 63. mínútu fékk ÍBV hornspyrnu sem James Hurst tók en hann var að leika kveðjuleik sinn með Eyjamönnum í kvöld. Rasmus Christiansen skallaði boltann að marki en Jóhann Ólafur náði að verja í stöngina. Í þetta sinn var það Tony Mawejje sem fylgdi vel á eftir og skoraði með föstu skoti í þaknetið.
 
Þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka náðu Eyjamenn að innsigla sigurinn með sínu þriðja marki í leiknum. Nú sótti Þórarinn Ingi upp hægri kantinn og stakk boltanum inn á varamanninn Eyþór Helga Birgisson. Hann missti hins vegar af boltanum sem barst á Tryggva sem var þar með sloppinn einn gegn Jóhanni Ólafi í marki Selfyssinga. Honum brást ekki heldur bogalistin þá og skoraði af öryggi.
 
Niðurstaðan því öruggur sigur Eyjamanna sem eru nú komnir aftur á topp Pepsi-deildar karla, um stundarsakir að minnsta kosti en 9. umferð deildarinnar klárast nú á sunnudaginn.
 
ÍBV (4-5-1):
Albert Sævarsson 7
James Hurst 7
Eiður Aron Sigurbjörnsson 7
Rasmus Christiansen 7
Matt Garner 6
Tony Mawejje 7
(73. Arnór Eyvar Ólafsson -)
Finnur Ólafsson 7
Andri Ólafsson 8
Tryggvi Guðmundsson 8 - maður leiksins
Þórarinn Ingi Valdimarsson 7
Denis Sytnik 6
(49. Eyþór Helgi Birgisson 6)

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is