Endurreisn Sjálfstæðisflokksins

26.Júní'10 | 05:17

xd

Stundum kjósum við Íslendingar yfir okkur vinstristjórn, það gerist sem betur fer ekki oft og yfirleitt springur samstarf vinstriflokka vegna þess að þeir geta ekki komið sér saman um neitt. Það er skiljanlegt af hverju fólk kaus vinstristjórn núna síðast, enda hafði Sjálfstæðisflokkurinn að mínu mati ekki staðið sig vel á sinni vakt. Kannski voru þingmenn og stjórn flokksins orðin þreytt eða værukær, haldandi að allt reddist eins og margir Íslendingar hugsa gjarnan.
Við Íslendingar erum að eðlisfari frekar hægri sinnaðir, okkur er illa við ríkisafskipti og háa skatta, þannig var nú þetta land stofnað, við vorum að flýja skattpínu í Noregi. En án þess að vera draga söguskýringar inn í þetta þá held ég að flestir geti verið mér sammála að of mikil afskipti ríkisins eru hverju landi mjög slæm.
 

Hvað gerðist hjá Sjálfstæðisflokknum?
Það er góð spurning, ofþennsla ríksins var gríðarleg á vaktinni hjá Sjálfstæðisflokknum, eiginlega var það út í hött. Sjálfstæðismenn létu einnig draga sig á asnaeyrunum í samstarf við Samfylkinguna sem og að þvælast með ESB málið til lengdar.
 
 
Hvað þyrfti að gera?
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að taka stórar ákvarðanir og hann þarf að sammælast um að vera alvöru valkostur fyrir hægri sinnað fólk á Íslandi. Ríkið telur okkur þurfa vera öll sammála um trú, við eigum öll að vera mótmælendur og hluti af ríkiskirkjunni, það er ekki frelsi. Nýfædd börn eru skráð sjálfkrafa í trúfélög á Íslandi og þegar þau ná aldri þurfa þau sjálf að skrá sig úr trúfélaginu hafi þau áhuga á því, þetta ætti að vera öfugt. Frelsi í trúmálum væri það að ríkið myndi ekki taka afstöðu með neinni trú né trúfélagi enda ekki hlutverk ríkisins...
 
Valddreifing er aðalsmerki lýðræðislegra stjórnarhátta. Með valddreifingu er m.a. átt við skiptingu valds í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald, svo sem lýst er strax í 2. gr. stjórnarskrár Íslands. Þessi þrískipting valdsins er órofa þáttur þeirrar lýðræðisskipanar, sem lýðveldið hvílir á. Um þessa valdskiptingu segir James Madison, einn helzti höfundur stjórnarskrár Bandaríkjanna og fjórði forseti landsins (1809-1817): ,,Safnist löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald á sömu hendur ... þá er það rétt nefnd ógnarstjórn.” 1)
Þrískipting valdsins er því mikilvæg frelsi þegnanna, ráðherrar eru framkvæmdarvaldið og eiga ekki heima á löggjafaþingi íslendinga, sé þingmaður kjörinn ráðherra ætti hann að segja af sér þingmennsku ef hann trúir á lýðræðislega stjórnarhætti. 
 
Einokunarsala ríksins er okkur til skammar, í 18 ár sátu Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn og á þeim tíma tókst  ekki að afnema einokunarsölu ríksins á neysluvörum. Flestir töldu þetta vera slíkt smámál að ekki þyrfti að taka á þessu, en auðvitað er þetta hluti af frelsinu að ríkið sé ekki í verslunarrekstri, sama hvaða vara það er og núna þegar vinstrimenn sitja við stjórnvölin sjá þeir um neyslustýringu á þessum varningi með að hækka gjöld sem hækkar verðbólgu sem hækkar lán þegna landsins auk þess sem það ýtir undir og eykur svartan markað. Reynum nú að segja að þetta sé eitthvað smámál.
 
Ríkið á ekki að halda uppi stjórnmálaflokkum. Stjórnmálaflokkar eiga að sækja sér styrki frá einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa trú á stefnu flokksins, stjórnmálaflokkar eiga ekki að sitja sáttir og taka til sín skattfé fólks í landinu. Að auki gerir það nýjum framboðum erfiðara um vik að komast til valda og fella ríkisstjórnir, vegna þess að nýjir flokkar fá enga ríkisstyrki og á sama tíma er ríkið að takmarka þá styrki sem nýjir flokkar geta sótt til einstaklinga og fyrirtækja. Nei, enginn skal bjóða sig fram sem ríkinu þóknast ekki.
 
Leggja þarf niður ríkisfjölmiðil. Ég held að aldrei hafi verið eins mikill stuðningur við það að selja ríkisfjölmiðlana eins og núna þegar fólk borgar nefskatt um það bil 18 þúsund krónur á ári. Fólki hryllir við kostnaðinum af þessu bákni. Á Íslandi eru einkareknir fjölmiðlar og á ríkið ekki vera í samkeppni við einkaaðila vegna þess að einkaaðilar geta aldrei keppt á jafnréttis grundvelli við aðila sem hefur svo gott sem ótakmarkaðan aðgang að vösum almennings. 
 
Það þarf að endurskoða fjárlögin, það er okkar stærsta velferðarmál. Íslendingar eru sammála um að ríkið eiga að aðstoða þegna sína hvað varðar mennta-, heilbrigðis – og félagsþjónustumál. Með því að eyrnarmerkja peninga og leggja niður úreldar stofnanir og hætta með bruðl skattpeninga mætti mikið til spara í útþennslu ríkisins. Gott dæmi um eyrnarmerkingu er ef öll bifreiðsgjöld ásamt sköttum á olíu og bensíni færu eingöngu í umferðar og samgöngumál.
 
Það þarf að einfalda og lagfæra skattkerfið og það þarf að einfalda tollakerfið. Skattkerfi landsins er alltof dýrt og flókið. Við eigum ekki að bjóða fólki upp á slíkt. Samkvæmt ársskýrslu ráðgjafaþjónustu um fjármál heimilana frá árinu 2006 er Mælt er með því að haldið verði áfram að skoða hvernig best sé að einfalda núverandi skattkerfi. Talið er að draga megi úr vanskilum opinberum gjöldum með einfaldara skattkerfi. 2) Þetta er skrifað þegar skattkerfið var þó einfaldara en það er núna eftir að vinstristjórnin komst í það. 
 
Það er margt sem þarf að skoða ekki bara það sem talið er upp hérna. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að sinna sínu hlutverki sem alvöru valkostur fyrir hægri sinnað fólk og draga úr umsvifum ríksins, vegna þess að ef ekkert er að gert er pláss fyrir raunverulegum hægri flokk í landinu sem gæti náð megninu af fylginu til sín frá Sjálfstæðisflokknum. 
 
Borgþór Ásgeirsson
Formaður Eyverja, fus
 
Heimildir

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%