Penninn Eymundsson kominn á nýjan stað

Bjóða uppá fjórar þjónustur á einum stað

25.Júní'10 | 00:09
Á dögunum opnaði Penninn Eymundsson á nýjum stað í Vestmannaeyjum. Nýji staðurinn er við Bárustíg 2 þar sem Volcano Café var áður til húsa. Staðurinn er stór glæsilegur en hann er mjög rúmgóður og bjartur í hjarta bæjarins.
 
Ásamt því að Penninn sé til húsa við Bárustíg er þarna Síminn, Te og kaffi og Upplýsingarmiðstöð. Þarna starfa fjórar stúlkur í fastri vinnu ásamt þremur afleysingarstúlkum.
 
Á nýja staðnum er hægt að gæða sér á léttum veitingum og frábæru kaffi sem lagt mikið uppúr að sögn Erlu Halldórsdóttir verslunarstjóra. Hægt er að lesa blöðin og bækur á meðan þú gæðir þér á veitingum hjá þeim stelpum.
 
Opnunartíminn hjá þeim breytilegur eftir dögum en hann opnar 9 á virkum dögum og opið til 6 en á fimmtudögum og föstudögum er opið til klukkan 21 en á laugardögum er opið 10 til 18 og á sunnudögum 13-18.
 
Erla segist vera mjög ánægð með þær móttökur staðurinn hefur fengið og finnst nýja staðsetningin mjög góð og er frábær andi í húsinu að sögn Erlu.
Þau bjóða uppá fjölbreytt og gott vöruúrval á staðnum og nýtist nýji staðurinn mjög vel.

Eyjar.net óskar þeim til hamingju með nýja staðinn.
 
 
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.