Barnaheill í Vestmannaeyjum verður Barnahagur

25.Júní'10 | 12:52
Að gefnu tilefni vilja umsjónarmenn með styrktarsjóðnum Barnaheill í Vestmannaeyjum koma því á framfæri að heiti sjóðsins hefur verið breytt í Barnahagur, Vestmannaeyjum. Það er gert til að fyrirbyggja að fólk rugli þeim litla sjóði sjálfboðaliða saman við landssamtökin Barnaheill á Íslandi - Save the Children, samkvæmt tilkynningu sem sjóðurinn hefur sent frá sér.
„Styrktarsjóðurinn, sem hér eftir mun heita Barnahagur, Vestmannaeyjum, var stofnaður fyrir nær fjórum árum í tengslum við útgáfu á bókinni Saga knattspyrnufélagsins Týs í Vestmannaeyjum (2006).
 
Tilgangurinn með þeirri söfnun, sem þá fór af stað undir heitinu Barnaheill í Vestmannaeyjum, hefur verið og er enn að styðja við málefni barna og barnafjölskyldna í Vestmannaeyjum. Á þessum árum hefur fjölmörgum styrkjum verið deilt út, bæði til aðstoðar við framfærslu öryrkja og bágstaddra og vegna veikinda barna, en einnig hafa verið gefin tæki til bráðamóttöku barna á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og fé til endurnýjunar leikfanga á dagvistarstofnunum í Vestmanneyjum. Greint hefur verið frá opinberum gjöfum í fjölmiðlum og víðar á þessum tíma.
 
 
Enginn starfsmaður er við sjóðinn, en umsjónarmaður úthlutunar og ábyrgðarmaður er sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur. Hann og allir þeir sem annast hafa söfnun fyrir sjóðinn hafa gert það sem sjálfboðaliðar. Enginn kostnaður er við rekstur sjóðsins, hvorki til auglýsinga né skrifstofuhalds, og hefur því allt söfnunarfé nýst óskert í þágu barna og barnafjölskyldna í Vestmannaeyjum í samræmi við tilgang þessarar söfnunar velviljaðra styrktarmanna.
 

Með þessari fréttatilkynningu eru bundnar vonir við að enginn misskilningur verði gagnvart heiti sjóðsins og það skaði ekki góðgerðargolfmót Hermanns Hreiðarssonar og félaga í Vestmannaeyjum, né heldur dragi úr stuðningi við önnur góð málefni sem eru styrkt með þeirra frábæra framtaki," segir í fréttatilkynningu frá Barnahag í Vestmannaeyjum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%