Viðtal við James Hurst

Spilar sinn síðasta leik með ÍBV á morgun

24.Júní'10 | 17:52
James Hurst leikur sinn síðasta leik fyrir klúbbinn í dag, hann kom á láni frá Portsmouth í Englandi. James hefur vakið mikla athygli fyrir góða leikskilning, yfirvegun og hraða. ÍBV þakkar kauða fyrir þann tíma sem hann hefur dvalið hjá félaginu og vill um leið kasta kveðju á félga hans Hermann Hreiðarson sem sagði honum að drulla sér til Eyja og spila með alvöru Eyjapeyjum eins og honum sjálfum.
 
 
Af hverju komst þú að spila fyrir ÍBV? Til að ná mér í aukna leikreynslu og mig langaði að
sanna mig og spila í efstu deild á Íslandi.
 
Hvernig hefur verið að dveljast í Vestmannaeyjum? Það hefur verið mjög fínt, mjög
spennandi, mikið af nýjum hlutum að sjá, mjög gott og afslapað samfélag, ég hef notið þess.
 
Eitthvað sem hefur komið á óvart? Ég vissi að ég væri að koma á litla Eyju þannig að það
kom mér ekki á óvart, en veðrið og þá helst birtan á kvöldin kom mér á óvart. Veðrið er alltaf
að breytast t.d.
 
Hvernig er Íslenski boltin samanborin við þann enska? Toppliðin hér á Íslandi eru svipuð
og varaliðið sem ég hef verið að spila með, þetta er kannski eitthvað svipað og í 3. Deild á
Englandi.
 
Var hann sterkari en þú bjóst við? Já ég hef allavega ekki orðið fyrir vonbrigðum.
 
Hvað þurfa Íslenskir leikmenn helst að bæta? Ég get nefnt eitt atriði, kannski svolítið
tæknilegt. Menn fylgjast of mikið með boltanum, þeir gleyma að dekka manninn sinn. Þurfa
að sjá mann og bolta betur en bara boltan.
 
Hvernig er umgjörðin í kringum boltan samanborið við úti? Hún er í raun í lagi, miðað við
fjöldan sem starfar við þetta þá er þetta í toppstandi, en það er marg sem má bæta, maður
saknar t.d. fittness þjálfara og sjúkraliðsins.
 
Hver er klikkaðastur í liðinu? Tóti og Geiri (Þórarinn Ingi og Ásgeir Aron).

Mundir þú ráðleggja öðrum strákum á þínum aldri að koma að spila á Íslandi? Já ekki
spurning, þetta hefur verið góð reynsla fyrir mig, ég mundi í raun ráðleggja öllum að koma
hingað, til að sjá hvernig fótbolti er spilaður í öðru landi, þú ert líka að vekja athygli á þér í
öðru landi ef aðrir hlutir ganga ekki upp.
 
Einhver ráð til ungra stráka sem vilja gerast atvinnumenn í Englandi? Þú verður að vilja það
af öllu hjarta, það er það sem ensk knattspyrn snýst um að berjast af öllu hjarta og vera
harður af þér, vinna vel. Líkt og Hermann hann hefur náð langt á viljanum og baráttunni.

(Viðtalið birtist í leikskrá ÍBV í dag sem verður dreift á leiknum í dag.) 
 
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.