Spjall við Elínu Sólborgu nýkrýnda sumarstúlku

Fetaði í fótspor stóru systur

24.Júní'10 | 17:41
Það 19. júní var haldin hin árlega sumarstúlkukeppni í Höllinni Vestmannaeyjum. Það var Elín Sólborg Eyjólfsdóttir sem var krýnd sumarstúlka Vestmannaeyja 2010. En systir hennar vann sömu keppni árið 1999. Elín er hress og skemmtilegt stelpa og við á eyjar.net spjölluðum við Elínu um keppnina og fleirra, fáum að kynnast henni aðeins betur hér að neðan: 
Fullt nafn: Elín Sólborg Eyjólfsdóttir
 
aldur: 18 ára stúlkukind.
 
foreldar og syskyni: Eyjólfur Guðjónsson og Sigríður Á Bragadóttir sáu um uppeldið á mér og systkinunum, þau Bragi Þór, Donna Ýr og Guðrún Eydís.
 
Áhugamál? Ætla vera alvörugefin í þetta sinn og segja eitthvað annað en bjórdrykkja. En ætli áhugamálin séu ekki þessi týpísku; vera með vinum og skemmta mér, tónlist, útivera, fjölskyldan og hreyfing.
 
Nám? Stunda nám við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum og er á náttúrufræðibraut, útskrifast sem stúdent næsta vor.
 
Hvers vegna ákvaðstu að taka þátt? Vegna þess að ég hafði heyrt að þetta væri skemmtilegt og Donna systir kom sá og sigraði í keppninni 1999 og ég sá enga ástæðu afhverju ég ætti ekki að taka þátt líka.
 
Hvernig var taka þátt í sumarstúlkunni? Það var rosalega gaman, skemmtilegur hópur og gaman að kynnast stelpunum.
 
Hvað stóð uppúr? Lokakvöldið stendur algjörlega uppúr, það var þvílíkt gaman.
 
Kom þér titilinn á óvart? Já það má segja það, átti alls ekki von á þessu.
 
Hvernig var hópurinn sem tók þátt? Mjög skemmtilegur, þetta eru allt æðislegar stelpur.
 
Á að taka þátt í öðrum fegurða samkeppnum? Nei hef engann áhuga á því.
 
Eitthvað að lokum? Á þessu ferðalagi fylgjumst við að, við eigum örlítinn vonarneista fyrir hvort annað. Í ljósu mánaskini vel ég mér stund og segi ég myndi klífa hæstu hæðir fyrir þig. Ég væri ekkert án þín myrkrið hverfur því að .. Lífið er yndislegt. Þjóðhátíð eftir 32 daga gott fólk !
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.