Eyverjar harma þátttöku Vestmannaeyjabæjar í stofnfjáraukningu Sparisjóðs Vestmanneyja

24.Júní'10 | 11:45

Eyverjar

Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, harma þátttöku Vestmannaeyjabæjar í stofnfjáraukningu Sparisjóðs Vestmanneyja og ítreka ályktun sína frá því í maí 2009.
 
Eyverjar telja það ganga gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins að sveitarfélög fjárfesti í fjármálafyrirtækjum sem og öðrum fyrirtækjum.
 
 
Það er ekki hlutverk sveitarfélaga að leggja einkafyrirtækjum til fjármuni þegar illa árar. Sparisjóður Vestmannaeyja hlýtur að geta fengið núverandi stofnfjáreigendur eða aðra til að leggja fram fé ef um góða fjárfestingu sé að ræða.
 
 
Þeim 100 milljónum sem bæjarsjóður hyggst láta Sparisjóðinn hafa hlýtur að vera betur varið með öðrum hætti. Vestmannaeyjabær hefur ekki haft góða reynslu með að leggja fyrirtækjum fé enda á pólitík ekki heima í fyrirtækjarekstri í Vestmannaeyjabæ.
 
Sú ákvörðun að ætla leggja Sparisjóðnum til fé þegar enginn ársreikningur fyrir síðasta rekstrarár liggur fyrir, hvergi hefur komið ram að óháður aðili hafi farið yfir ákvörðunina fyrir sveitafélagið og ekki er ljóst hverjir hagsmunir bæjarfélagsins séu við endurfjármögnun sjóðsins getur vart talist góð stjórnsýsla.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.