Þjónustufólki sagt upp í Herjólfi

22.Júní'10 | 11:03

Herjólfur

Þjónustufólki á farþegaflutningaskipinu Herjólfi hefur verið sagt upp störfum á meðan ný siglingaleið Herjólfs til Vestmannaeyja frá Landeyjahöfn er skipulögð. „Það verða mun færri í áhöfn á þessari leið og kemur það niður á þjónustufólki,“ segir Guðmundur Petersen hjá Flytjanda. Að meðaltali fækkar um fimm í hverri áhöfn Herjólfs á nýrri siglingaleið en alls verður stöðugildunum fækkað um átta.
 
Eftir að fréttist af uppsögnunum hafa menn velt fyrir sér hvort að öryggi farþega verði tryggt þegar þjónustufólki fækkar um borð en Guðmundur segir svo ekki vera. Hann segir Herjólf fara eftir alþjóðareglum sem Siglingastofnun gefi þeim upp. Ekki þarf lengur að skrá nöfn farþega inn í skipið vegna þess að siglingleiðin er mun styttri og þurfi því ekki að skrá alla inn í skipið.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.