Lifandi leðurblaka úr gámaskipi

20.Júní'10 | 23:58

leðurblaka

Fjöldi fólks hefur skoðað lifandi leðurblöku á Fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja sem skipverjar á flutningaskipi færðu safninu í gær. Heimkynni leðurblökunnar eru í Kanada og norðurhluta Bandaríkjanna.
Leðurblakan er talin vera af tegund sem nefnist „litla brúna leðurblakan“. Eitt aðalútlitseinkenni hennar eru músarlaga eyru. Leðurblakan hefur hægt um sig á daginn, enda eðli hennar að fara á stjá eftir sólsetur að veiða sér skordýr til matar. Litlu brúnu leðurblökurnar eru algengar í Kanada og norðurhluta Bandaríkjanna, allt frá Mexíkó til Alaska. Þær búa oft í híbýlum manna.
 
Skipverjar á Arnarfelli sem voru að koma siglandi frá Evrópu færðu safninu í Eyjum leðurblökuna. Ólíklegt er að hún hafi þreytt langflug og giska menn á að hún hafi ferðast með gámi. Leðurblakan hefur vakið mikla athygli gesta, sérstaklega þeirra sem yngri eru.
 
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.