3 Eyjapeyjar útskrifast frá Keili

18.Júní'10 | 18:22
Þann 16. júní útskrifuðust 174 nemendur frá Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Í hópnum voru 3 Eyjapeyjar: þeir Leó Snær Sveinsson af Háskólabrú, Hjörleifur Hreiðar Steinarsson sem flugumferðastjóri og Guðjón Kristinn Ólafsson sem ÍAK einkaþjálfari. Leó Snær hélt útskriftaræðu fyrir hönd nemenda á Háskólabrú og nefndi að eftir að hafa flutt á Reykjanesskagann hefði hann komist að því að lognið í Vestmannaeyjum færi aðeins hægar yfir en lognið á Ásbrú.
 
 
 
Eyjamenn hafa tekið kynningum frá Keili vel en boðið er upp á nokkrar námsbrautir í fjarnámi svo nemendur geti stundað námið í sinni heimabyggð. Hægt er að stunda fjarnám frá Keili í ÍAK einkaþjálfun, ÍAK íþróttaþjálfun, Háskólabrú, einkaflugmannsnámi og atvinnuflugmannsnámi. Frekari upplýsingar á www.keilir.net
 
 
 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is