3 Eyjapeyjar útskrifast frá Keili

18.Júní'10 | 18:22
Þann 16. júní útskrifuðust 174 nemendur frá Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Í hópnum voru 3 Eyjapeyjar: þeir Leó Snær Sveinsson af Háskólabrú, Hjörleifur Hreiðar Steinarsson sem flugumferðastjóri og Guðjón Kristinn Ólafsson sem ÍAK einkaþjálfari. Leó Snær hélt útskriftaræðu fyrir hönd nemenda á Háskólabrú og nefndi að eftir að hafa flutt á Reykjanesskagann hefði hann komist að því að lognið í Vestmannaeyjum færi aðeins hægar yfir en lognið á Ásbrú.
 
 
 
Eyjamenn hafa tekið kynningum frá Keili vel en boðið er upp á nokkrar námsbrautir í fjarnámi svo nemendur geti stundað námið í sinni heimabyggð. Hægt er að stunda fjarnám frá Keili í ÍAK einkaþjálfun, ÍAK íþróttaþjálfun, Háskólabrú, einkaflugmannsnámi og atvinnuflugmannsnámi. Frekari upplýsingar á www.keilir.net
 
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%