Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð

Fimmtudagsþruman frá Tryggva Hjalta

16.Júní'10 | 19:15
Þjóðvekja
 
Í tilefni af þjóðhátíðardegi okkar íslendinga verður fimmtudagsþruman að sjálfsögðu mjög þjóðrembuleg og full af gleði og stolti yfir fegurð og mikilfengleika lands og þjóðar.
 
 
Hinn 17. júní 1944 varð Ísland lýðveldi og var sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar þá formlega lokið. Ísland hafði aldrei verið fyllilega sjálfstætt og er mjög kaldhæðin staðreynd í sjálfstæðisbaráttu okkar sem er lítið haldið á lofti, sem er að Nasistar áttu stóran þátt í að Ísland yrði sjálfstætt ríki. Við höfum ekki beint þakkað þeim sjálfstæðisgjöfina, enda var það ekki áætlun þeirra með hernámi Danmerkur á sínum tíma, en þetta er ein af þessum sögulegu staðreyndum sem eru ekkert uppáhalds. Þá er önnur þjóð sem íslendingar eiga mikið að þakka í baráttu okkar að verða sjálfstæð þjóð og eru það Bandaríkin. Bandaríkin voru árið 1944 með hernaðarviðbúnað á landinu sem miðaði að því að halda Íslandi frjálsu frá fálmum nasistana og koma þannig í veg fyrir að Nasistar myndu ná flugmóðurskipi Evrópu í sínar hendur en þannig talaði t.d. Winston Churchill um landið og legu þess í hernaðarlegum skilning. Bandaríkin var fyrsta þjóðin til að viðurkenna sjálfstæði Íslands og auðvelduðu þannig ferlið út á við töluvert og er því erfitt að halda öðru fram en að utanríkisstefna Bandaríkjanna hafi reynst íslendingum virkilega vel á þessum tímapunkti.
 
Ísland varð sjálfstætt og blómstraði það varð eitt og er enn eitt ríkasta land í heimi, og fyrir bjó fallegasta og hraustasta fólk í heimi. En ástæða þess telja sumir vera sú að Ísland var mjög harðgert og erfitt að lifa hér af og gátu því aðeins þeir hraustu lifað af, ætli maður verði svo ekki að reikna með einhverskonar orsakasamhengi til að útskýra fegurðina.
 
Innan landhelgi Íslands er svo fallegasta eyja í heimi þar sem býr ótrúlega hátt hlutfall af köppum og keppum og er höfundur svo heppin að búa á þeirri eyju í dag.
 
Þá er þessi eyja og Ísland í heild sinni svo fallegt að höfundi verður vanalega illt í löngum fjarverum frá landinu fagra, er það ástand kallað fegurðarþurrð og orsakast af því að þegar maður er orðinn vanur ótrúlega mikilli fegurð og er svo sviptur henni í lengri tíma þá finnur maður til illra meina, upplifir höfundur þennan sama kvilla þegar hann týnir konu sinni í lengri tíma.
 
Þá eru margir spádómar sem spá Íslandi mikilvægu framtíðarhlutverki bæði frá forn Kína, Egyptum og í ákveðinni túlkun, Biblíunni. Það verður að teljast líklegt að þessir spádómar hafi rétt fyrir sér, enda er ótrúlega mikil hraustmennska sem býr í landinu og þess vegna tölfræðilega líklegt að hún sé vænleg til afreka út á við þó fyrsta tilraun í formi bankaafreka hafi e.t.v. verið of ákveðin.
Ísland hefur ítrekað verið valið besti staður í heimi til að búa á, hér er eitt mesta langlífi sem fyrirfinnst, Ísland hefur eitt hæsta hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í heiminum, Ísland hefur eitt hæsta hlutfall félags- og efnahags- frelsis í heiminum, Ísland er eitt þróaðasta ríki heims.
 
Amen við þessu
 
En svo að við drögum lærdóm af fimmtudagsþrumunni þá vil ég enda þetta á varnaðarorðum:
 
Fullveldi er skilgreint: sjálfstæði, það að hafa fullt vald yfir málum sínum.
 
Því miður eru ekki allir íslendingar hrifnir af fullveldinu og ákveðnir aðilar hafa ítrekað reynt og eru í miðjunni á því ferli að reyna að takmarka það. Sú vanvirðing sem þjóðhátíðardegi okkar er sýnd með tilraun til fullveldistakmörkunum þjóðarinnar undir Evrópusambandinu er hræsnarleg og óþokkaskapur.
 
Ég óska íslendingum og sérstaklega Vestmannaeyingum til hamingju með þennan yndislega dag og skora í leiðinni á alla að gera sitt til að verja fullveldi okkar og sjálfstæði, slík réttindi eru því miður ekkert sjálfsögð.
 
Íslands kveðja
Tryggvi
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.