Neytandagrein:

Einn kóladrykkur of mikið

15.Júní'10 | 02:19
Á vef Lýðheilsustöðvar má finna gríðarlegt magn fróðleiks um allt sem viðkemur hreyfingu og næringu. Þar segir meðal annars um koffín: „Koffín veldur útvíkkun æða, örari hjartslætti og auknu blóðflæði til allra líffæra.
Einnig hefur koffín áhrif á öndun, meltingu og þvagmyndun. Mikil neysla á koffíni getur valdið höfuðverk (sem er líka fráhvarfseinkenni), svima, skjálfta, svefnleysi, hjartsláttartruflunum og kvíða. Þó er fólk misnæmt fyrir áhrifum koffíns og því einstaklingsbundið hvenær of mikið magn fer að valda neikvæðum áhrifum,“ segir á vefnum lydheilsustod.is.
 
Þar kemur fram að börn og unglingar séu sérstaklega viðkvæm fyrir áhrifum koffíns og neysla þess geti valdið breytingum á hegðun þeirra; svo sem svefnerfiðleikum, óróleika, pirringi og kvíða ásamt áðurnefndum áhrifum. „Þess má líka geta að koffín er vanabindandi efni og því ekki æskilegt að börn og unglingar venjist neyslu drykkja sem innihalda koffín. Hámark daglegrar neyslu á koffíni fyrir börn er sett við 2,5 mg fyrir hvert kíló líkamsþyngdar. Þetta þýðir að barn sem vegur 20 kíló ætti ekki að neyta meira en 50 mg af koffíni. Til samanburðar má geta þess að hálfur lítri af kóladrykk gefur um 65 mg af koffíni,“ segir enn fremur á vefsíðunni.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.