Met þáttaka í ár, um 550 keppendur og 52 lið

Pæjumót TM í fullum gangi!

Myndir af kvöldvökunni í gærkvöldi.

11.Júní'10 | 15:42
Pæjumót TM stendur nú yfir hjá okkur í eyjum og skín sól á þátttakandur nú í morgunsárið. Stelpurnar eru í miklu stuði og sýna mikla takta utan sem innan vallar. Pæjumótið er með síðu sem hægt er að sjá úrslit leikjana, viðtöl, myndir og margt fleira skemmtilegt. paejumot.ibv.is/forsida/. Í gærkvöldi var kvöldvaka hjá stelpunum og var mikið um fjör hjá þeim stelpum.
 
Kvöldvaka pæjumótsins í gærkvöldi sló í gegn hjá þeim 600 keppendum sem voru mættir með liðum sínum. Það var enginn annar en Daddi diskó sem var kynnir kvöldsins. Kvöldvakan byrjaði með innkomu og kynningu liðanna og létu liðin heyrast vel í sér þegar sitt lið kom fram og var kynnt. Lúðrasveit Vestmannaeyja spilaði undir og enduðu á Íslenska þjóðsöngnum. Nokkrir útvaldir héldu stutta ræðu um mótið og má þar nefna Guðbjörgu sem er fulltrúi TM, Gulli Grettis í bæjarstjórn Vestmannaeyja og var það svo varaformann Íþróttabandalags Vestmannaeyja Páll Scheving sem setti mótið. Segir á vef pæjumótsins.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.