Fyrsti makríl farmurinn 2010 kominn í land í Eyjum

Tobbi Villa bloggar

11.Júní'10 | 20:50

Tobbi

Við á Júpiter héldum á hafið seinnipart miðvikudags og ætlunin var að eltast við makríl. Við fórum ekki langt þar til við köstuðum trollinu en því var kastað rétt um 15 sml. suðaustur af Eyjum eða í Háfadýpiskannti. Það er skemmst frá því að segja að við drógum trollið í um fjórar klukkustundir og uppskárum um 70 tonn af nánast hreinum makríl.
 
Við komum svo í land klukkan ellefu í gærkvöldi með 200 tonna afla sem fer til vinnslu hjá Ísfélaginu. Þetta er fyrsti farmurinn sem berst til Eyja á þessu sumri og vonum við að makríllinn haldi sig hér við túngarðinn svo að allir sem að þessu koma hafi nóg við að gera. Auk þess er makríllinn viðkvæmur fiskur og þolir illa langa geymslu um borð í veiðiskipunum.
Á hafið verður svo haldið strax að löndun lokinni sem ætti að vera í hádeginu í dag.
Í flokkunarstöð Ísfélags Vestmannaeyja.
Makríllinn er um 400 gr. Hér er búið að flokka hann í kör.
Flokkun.
Veðurblíða í Vestmannaeyjum.
 
 
 
 
 

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is