Ribsafari Ævintýraferðir

Eitthvað sem allir ættu að upplifa

9.Júní'10 | 00:37
Ribsafar tuðran býður uppá 18 sæta tuðru til skemmtisiglinga en selt er í 10 sæti og fara svo 2 stjórnendur með.
 
Ribsafari ævintýraferðir bjóða á vefsíðu sinni www.ribsafari.is uppá ferðir sem settar hafa verið saman, eins og grillferð í Stafsnes þar sem farið er í land og grillað á afviknum stað. Einnig er í boði til að mynda óskaferðir þar sem þú ræður förinni hvert þú villt fara og hversu hratt.
 
 
Eigendurnir eru 6 og eru það:
 
Hilmar Kristjánsson, Kristján Hilmarsson, Snorri Jónsson, Smári Kristinn Harðarsson, Haukur Hauksson og Friðrik Stefánsson.
 
Þeir buðu okkur á Eyjar.net á dögunum að fara í skemmtisiglingu með tuðrunni þar sem kíkt var í nokkra hella og hlustað á eyjalögin í fínu veðri. Var þetta hin fínasta skemmtun og er tuðran mjög þægileg til sætis og virðist vera frábær til sjós og er mjög kraftmikil enda 315 hestöfl. Tekur það hana aðeins rúmar 12 mínútur að fara uppí bakkafjöru.
 
Verðið er breytilegt eftir því hvað fólk sækist eftir, þ.e. hvert það vill fara og hversu löng ferð er fyrirhuguð. Verðhugmyndirnar hafa verið hjá þeim:
 
Bakkafjara 5.000.-
 
30-40 mín ferð t.d. smáeyjar og tilbaka 5.000.-
 
60-80 mín t.d. hringur 8.500.-
 
Lengri túrar, Surtsey, Súlnasker og þess háttar 12.500.-
 
Allt miðast þetta við verð á persónu.
 
Ribsafari er skemmtileg nýjung í Vestmannaeyjum sem allir Eyjamenn og aðkomufólk ættu skoða og skella sér í, í sumar. Eyjan er hvað fallegust frá sjónum séð og býður Ribsafari uppá frábæra upplifun til að njóta þess.
 
Hægt að panta ferðir, og lesa meira um Ribsafari á vefsíðu þeirra www.ribsafari.is
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).