Sjómannahelgin haldin hátíðarleg í Vestmannaeyjum um helgina

Myndir af helginni með frétt

7.Júní'10 | 00:43
Ný liðin helgi var fjörug í Vestmannaeyjum en sjómannadagurinn var haldin hátíðarlegur í gærdag á Stakkgerðristúni að venju. Helgin var skipulögð af góðri dagskrá fyrir sjómenn og þeirra fólk. Á föstudaginn var árlegt fótboltamót áhafna haldið á Þórsvellinum þar sem Bergur-Huginn menn unnu Huginn í úrslitaleik.
Á laugardaginn var dagskrá í Friðarhöfn að venju þar sem var boðið uppá koddaslag, róðrakeppni, skák, leiktæki fyrir börnin. Sjómannadagurinn var í gær þar sem er haldið hátíðarleg dagskrá á Stakkgerðistúni í blíðskapar veðri þar sem sjómenn voru heiðraðir fyrir unninn störf og veitt verðlaun fyrir þær keppnir sem eru haldnar um helgina.
 
Það var margt fleira um að vera í Vestmannaeyjum um helgina, 3 nýjir staðir voru opnaðir um helgina. 900 Steikhús og Póley eins og við höfum áður greint frá svo opnaði Penninn verslun við Bárustíg á laugardaginn en þau voru áður á Strandvegi.
 
Sigurfinnur var með sýningu í Akóges um helgina en þetta hans fyrsta sýning síðan 1996.
 
Júníus Meyvant og hljómsveitin Mukkaló voru með tónleika í Landakirkju á laugardaginn.
 
Steinunn Einarsdóttir, myndlistarmaður var með sýningu á föstudagskvöldið í Svölukoti.
 
Rokkeyjan 2010 var haldin í Höllinni á föstudagskvöldið með landsliði söngvara Andrea Gylfadóttir, Páll Rósinkrans, Birgir Haraldsson úr Gildrunni, Snorri Idol og Eyþór Ingi.
 
Eyjar.net og Tói Vidó smelltu af myndum af helginni sem má sjá hér.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.