Helltu bensíni á Strandveginn og kveiktu í götunni

Pæjumótið hefst í vikunni: lögreglan minnir ökumenn á að aka varlega

7.Júní'10 | 16:57
Lögreglan hafði í mörg horn að líta í vikunni sem leið og um helgina enda töluvert um að vera vegna sjómannadagshelgarinnar. Skemmtanahald helgarinnar fór hins vegar ágætlega fram og lítið um útköll. Eitthvað var þó um stypinga á og við skemmtistaðina en engar kærur liggja fyrir.
 
Aðfaranótt 6. júní sl. var lögreglu tilkynnt um tvo unga menn sem voru að kveikja í bensíni sem þeir höfðu hellt á Strandveginn. Engin slys hlutust af þessu uppátæki né urðu skemmdir á götunni. Rætt var við drengina og þeim gerð grein fyrir alvarleika málsins.
 
Aðfaranótt 7. júní sl. var lögreglu tilkynnt um fjóra nakta karlmenn sem voru á hlaupum á Ráðhúströð. Hafði lögreglan tal af þessum mönnum þar sem þeir voru kominir í húsaskjól og gáfu þeir þá skýringu að þeir hafi manað hvorn annan upp í að hlaupa naktir, eftir að þeir höfðu verið í svökölluðum „drykkjuleik“. Var þeim gerð grein fyrir að svona hegðun væri ekki samkvæmt velsæmi.
 
Þrjú fíkniefnamál komu upp í vikunni, sem þegar hefur verið gerð grein fyrir þeim í fjölmiðlum. Þann 1. júní sl. var maður á fimmtugsaldri stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfana- og fíkniefna. Í framhaldi af því var gerð húsleit í húsakynnum í eigu mannsins og fundust þar lítisháttar af kannabisefnum.
 
Þann 2. júní sl. fundust á víðavangi um 5 gr. af amfetamíni í svökölluðum söluumbúðum. Ekki er vitað hver er eigandi efnanna.
 
Þann 3. júní sl. var maður á sextugsaldri stöðvaður við komu Herjólfs til Vestmannaeyja og fundust í fórum hans um 30 gr. af kannabisefnum. Viðurkenndi maðurinn að vera eigandi efnanna og ætlað þau til eigin neyslu. Málið telst upplýst.
 
Alls liggja fyrir 7 kærur vegna brota á umferðarlögum og má þar m.a. nefna ölvun við akstur, öryggisbelti ekki notuð í akstri, of hraður akstur og ólöglega lagningu ökutækis.
 
Þar sem núna í vikunni hefst Pæjumót ÍBV vill lögreglan minna ökumenn á að aka varlega þar sem mikil aukning verður á gangandi vegfarendum í umferðinni þá daga sem mótið stendur. Sérstaklega er ökumönnum bent á að aka varlega á Hamarsvegi við knattspyrnuvellina og hafa hugann við aksturinn, ekki knattspyrnuvellina.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.