Breytt staðsetning á tónleikunum

Óp-hópurinn með tónleika í Akóges í kvöld

Í Lostafulla listræningjanum var hópurinn sagður vera “besti skyndibitinn í bænum”

5.Júní'10 | 08:21

óp-hópurinn

Óp-hópurinn sýnir úrval atriða úr dagskrá vetrarins á Óperukvöldi á sjómannadaginn, 6.júní, í Akóges og hefst dagskráinn klukkan 21:00. Óp-hópurinn hefur í vetur verið með hádegistónleika í Íslensku óperunni einu sinni í mánuði og hafa þeir tónleikar fengið frábærar viðtökur áhorfenda og nú gefst eyjamönnum tækifæri á að sjá og heyra úrval atriða Óp-hópsins.
 
Í Lostafulla listræningjanum á Rás 1 var hópurinn sagður vera “besti skyndibitinn í bænum”.

Á tónleikunum verða sungin og leikin atriði úr óperum og óperettum. Á efnisskránni verða aríur,dúettar, tríó og samsöngur úr ýmsum áttum. Hlátur, grátur, ást og hatur í skemmtilegum hrærigraut í upphafi sumars.
Aðgangseyrir 2000 kr.
 
ATH: Búið er að færa tónleikana niður í Akóges í kvöld

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.