Bjóða uppá rútuferðir til Grindavíkur á sunnudaginn

Fréttatilkynning frá ÍBV

4.Júní'10 | 14:42
Kæru stuðningsmenn ÍBV.
 
Vegna mikillar eftirspurnar og gríðarlegrar stemmningar ætlar stórsveitinn Stallahú í samstarfi við stjórn ÍBV að vera með rútuferðir til Grindavíkur frá Smáralindinni á sunnudag.
 
Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur í Grindavík og er búist við mikilli stemmningu, því ætla Eyjamenn að svara kallinu og mæta vel gallaðir, hvítir og glaðir til Grindavíkur.
Mæting í Smáralind (Debenhams megin) kl. 14:45 og brottför 15:00 á sunnudag. Leikurinn hefs svo kl. 16:00 í Grindavík.
 
Þægilegt að skilja bílinn eftir í Smáralind og taka þátt í fjörinu með Stallahú.
 
Rúta og miði á leikinn á aðeins 2.500 kr. Greiðist í rútunni.
 
Þeir sem vilja fara með í þessa stórkostlegu ferð eru beðnir um að senda tölvupóst á trausti@ibv.is eða hringja í Jón Óskar 660-8833.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.