Spjall við Hannes Kristinn Sigurðsson liðsmann Reyktur Lundi

3.Júní'10 | 16:36
Á laugardaginn kemur verður stór viðburður í knattspyrnusögu Vestmannaeyja þegar utandeildar liðin tvö, Innsigling og Reyktur Lundi spila sinn fyrsta leik. Mikil spenna er fyrir leiknum í bænum ásamt í liðsmönnum beggja liða. Við ákváðum að spjalla við liðsmenn beggja liða. Hægt er að lesa hvað Hannes hafði um leikinn að segja hér að neðan: 
 
Hvernig er stemmningin innan herbúða liðsins?
Stemmningin fyrir leiknum er þó nokkur, því miður hefur komið upp þó nokkuð af meiðslum innan veggja RL, en vonandi verður það ekkert til að stoppa sigur RL.
 
Hvernig leggst leikurinn í þig?
Hann leggst þó nokkuð vel í okkur, við erum með sterkt og öflugt lið drykkjumanna, reykingarmanna, sjómanna og íþróttamanna, svo við erum mjög færir á öllum sviðum.
 
Er búið að vera æfa stíft fyrir leikinn?
Nei svosem ekki. Við “leikum okkur” bara tvisvar í viku eins og við höfum gert í sumar, en mér skilst að Innsiglingarmenn séu búnir að vera í þjálfunarbúðum hjá Heimi Hallgríms. En eins og ég hef alltaf sagt þá er Heimir fínn þjálfari en hann getur því miður ekki gert fótboltamenn úr hverju sem er.
 
Er liðið að taka þessu alvarlega?
Tjaaaa.....nei alls ekki, er þetta ekki til að hafa gaman af? Okkur þykir bara leitt að Innsigling hafi valið þessa helgi, því djammið hjá þessum sjómönnum er ónýtt þegar þeir tapa.

Afhverju ætti fólk að mæta á völlinn á laugardaginn?
Er ekki alltaf gaman að sjá fullorðna sjómenn (Innsiglingarmenn) grenja ?
 
Hverjir eru sigurstranglegri?
Reyktur Lundi FC eru mjög sterkir enda eru Innsiglingarmenn farnir að leita til Heimis Hallgríms.
 
Eitthvað sem þú villt koma á framfæri ?
Já ég vil bara auðvelda Ágústi Halldórssyni vinnuna eftir leik því þetta er tap og hann á eftir að detta í það.
 
Styrktarsjóður Umhyggju
Styrktarsjóður Umhyggju var stofnaður í árslok 1996 með einnar milljónar króna gjöf frá Haraldi Böðvarssyni hf. Sjóðnum hafa borist margar góðar gjafir frá því hann var stofnaður, m.a. frá Zontasambandi Íslands, Golfklúbbi Ness, Sambandi íslenskra fiskframleiðenda, Bókahringrás Máls og menningar og Bókvals, Hans Petersen hf., Landsbanka Íslands, auk fjölda annarra fyrirtækja og einstaklinga.
Hlutverk Styrktarsjóðs Umhyggju er að styrkja langveik börn og fjölskyldur þeirra sem orðið hafa fyrir verulegum fjárhagsörðuleikum vegna veikindanna. Brýn þörf er á að halda áfram að efla sjóðinn svo hann geti orðið sem öflugastur og best í stakk búinn til að sinna hlutverki sínu.
Úthlutun úr sjóðnum hófst í byrjun árs 2000. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Umhyggju eða í síma 552-4242.
Þeir sem vilja styrkja sjóðinn með framlögum geta lagt inn á eftirfarandi reikning í Landsbankanum.
Reikningur: 0101-15-371020
Kennitala 581201-2140
 
 
 
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.