Spjall við Ágúst Halldórsson liðsmann Innsiglingar

3.Júní'10 | 10:05
Á laugardaginn kemur verður stór viðburður í knattspyrnusögu Vestmannaeyja þegar utandeildar liðin tvö, Innsigling og Reyktur Lundi spila sinn fyrsta leik. Mikil spenna er fyrir leiknum í bænum ásamt í liðsmönnum beggja liða. Við ákváðum að spjalla við liðsmenn beggja liða, en fyrst er það Ágúst Halldórsson liðsmaður Innsiglingar: 
Hvernig er stemmingin innan herbúða liðsins?
Stemmingin er gríðarleg og eru menn alveg hrikalega spenntir yfir þessum flottasta leik sumarsins.
 
Hvernig leggst leikurinn í þig?
Leikurinn verður ekkert mál og höfum við svo sem engar áhyggjur af þessu enda mun þetta verða rúst hjá Innsiglinu.
 
Er búið að vera æfa stíft fyrir leikinn?
Æfa, nei það er varla hægt að segja það. Við erum ekkert búnir að æfa saman í einhvern mánuð en þetta er meira svona undirbúningsvinna. T.d. erum við peyjarnir ekki búnir að vera fullir í einhverja 5-6 daga.
 
Er liðið að taka þessu alvarlega?
Svona la la, það er ekki eins og þetta verði eitthvað erfitt, menn verða meira með hugann við því hvernig við ætlum að fagna sigri.
 
Afhverju ætti fólk að mæta á völlinn á laugardaginn?
Við Innsiglingarmenn viljum fá sem flesta á völlinn og þá sérstaklega ungu kynslóðina vegna gífurlegs forvarnargildis sem leikurinn felur í sér.
 
Við ætlum að sína ungu kynslóðinni að það sé ekki nóg að vera á sterum, ljósalampabrúnn og ekki með stúdentspróf til að vera góður í fótbolta.
 
Hverjir eru sigurstranglegri?
Það er bara ekki séns í helvíti að við töpum þessu. Til að sanna það þá hef ég Ágúst Halldórsson gefið það út að ef Innsigling FC tapi á móti Freðnum Pysjum ætla ég að vera edrú í eitt ár og ef ég fell á því ætla ég að gefa hundrað þúsund til Félags langveikra barna.
 
Eitthvað sem þú villt koma á framfæri ?
Já ég vill skora á Heimir Hallgrímsson til að mæta á völlinn og sjá hvað utandeildin í Vestmannaeyjum hefur uppá að bjóða. Einnig vill ég koma á fram afsökunarbeiðni frá mér og Eyþóri Þórðar til Kalla í Toppnum fyrir að hafa kveikt í honum. Einnig vill ég nýta tækifærið og hvetja sem flesta til að mæta á völlinn og sjá skemmtilegan fótboltaleik.
 
Innsigling lengi lifi húrra, húrra, húrra, húrra.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).