Hafið gaf og hafið tók

Heimildamynd um Binna í Gröf

3.Júní'10 | 21:23
Heimildamynd eftir Jón Hermannsson um Benóný Friðriksson, öðru nafni Binna í Gröf.
 
Benóný Friðriksson var fæddur 7. janúar 1904 að Gröf í Vestmannaeyjum og þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum.
 
Leikvangur Binna voru bryggjurnar og ungur byrjaði hann að draga fisk úr sjó. Fimmtán ára var hann orðinn formaður á sexæring. Voru þeir fjórir á bátnum og hásetarnir jafnaldrar Binna.
rið 1920 byrjaði Binni á mótorbátnum Nansen VE 102 en vertíðina á eftir var Binni orðinn mótoristi á Nansen.
 
Árið 1925 gerðist Benóný útgerðarmaður með því að kaupa Gúllu VE 267 að 1/4. Næstu vertíð tekur svo Binni við formennsku á bátnum og þar með hefst hans frægðarferill sem skipsstjóri.
Nokkur sumur var Binni með árabát frá Skálum á Langanesi og var oft aflahæstur. Frá 1926 til vertíðarloka 1953 var Binni með eftirtalin skip: Gúllu, Gottu, Heklu, Gulltopp, Sævar, Þór og Andvara.
 
Vertíðina 1954 varð hann skipsstjóri á Gullborgu og varð það hans mesta happaskip. Aflakóngur Eyjanna varð hann 7 sinnum á Gullborgu þar af sex sinnum í röð sem er glæsilegur árangur.
Benóný var sæmdur hinni Íslensku fálkaorðu.
 
Benóný Friðriksson var giftur Katrínu Sigurðardóttur og áttu þau átta börn.
 
Binni í Gröf lést 12. maí 1972.
 
Meðframleiðandi myndarinnar er Sigmar Gíslason.
 
Myndin er textuð á síðu 888 í Textavarpi.
 
Sýnt: sunnudagur 6. júní 2010 kl. 19.35.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).