Upphitun fyrir ÍBV-KR í VISA bikar karla - Finnur Ólafsson í spjalli

1.Júní'10 | 23:06
Finnur Ólafsson leikmaður og miðjumaður ÍBV hefur verið að spila góðan leik við hlið Andra Ólafssonar á miðjunni sem er af knattspyrnutímabili. Hann lek sinn fyrsta leik fyrir ÍBV á Hásteinsvelli á sunnudaginn á móti Blikum og spurðum við hann út í hvernnig það var og hvernig KR leikurinn í VISA bikarnum legst í hann. Spjallið við Finn má sjá hér að neðan.
Hvernig legst leikurinn gegn kr í þig? Hann leggst ljómandi vel í mig, býst við grimmum Kr-ingum á hásteinsvelli á morgun
 
Hvernig var að spila fyrsta leikinn þinn á Hásteinsvelli? Frábært að fá loksins heimaleik, góðir áhorfendur sem taka virkan þátt í leiknum, hef alltaf spilað heimaleiki mína á Kópavogsvelli þar sem hlaupabraut umlikur völlinn... Þannig það er allt annar fílingur að spila á Hásteinsvelli og virkilega góður fílingur verð ég að segja.
 
Telur þú með komu þinni hafi ÍBV styrkst? Finnst óþægilegt að svara játandi, ætla samt að gera það.
 
Á ekki að skora fyrir ÍBV í sumar? Ég á pottþétt eftir að skora í sumar, enda í veðmáli við Geira, ætla ekki að tapa því.
 
Hvað er jákvætt við leik ÍBV sem er af sumars? Erfitt að benda á eitthvað eitt, en vinnusemin er búin að vera góð
 
Hvað þarf ÍBV að bæta við leik sinn á vellinum? Getum alltaf bætt okkur, varnarlega og sóknarlega.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.