ÍBV tekur á móti KR í VISA bikarnum í kvöld

Umfjöllun leikinn og sögu ÍBV og KR í Bikarkeppninni

1.Júní'10 | 23:14
ÍBV og KR drógust saman í 32-liða úrslitum í VISA bikarnum og fer leikurinn fram á Hásteinsvelli miðvikudaginn 2. Júní.
Gengi ÍBV hefur verið gott sem er af er í byrjum móts eða eftir 5 leiki hefur liðið 8 stig með 2 sigra, 2 jafntefli og 1 tap.
Gengi KR hefur í upphafi móts verið undir væntingum en liðinu var spáð góðu gengi og spekingar fullvissir að þeir myndu sigra í Pepsi-deildina, en eftir 4 leiki hefur liðið 3 stig með 3 jafntefli og 1 tap.
ÍBV spilaði sinn fyrsta heimaleik tímabilsins á sunnudaginn var eftir fjóra erfiða útileiki.
 
Góð mæting var á fyrsta heimaleiknum og var stemmingin hjá stuðningsmönnum frábær sem gefur góð fyrirheit á heimaleikjum sumarsins. Liðið hefur sýnt mikil framför frá tapleiknum við Fram í fyrstu umferð deildarinnar. Á sunnudaginn sl. lék liðið við Breiðablik á Hásteinsvelli í bráðskemmtilegum leik sem endaði 1-1.
 
ÍBV og KR eiga nokkra leiki að baki í bikarnum. Rifjum aðeins upp nokkra skemmtilega leiki:
 
Tólf Bikarleikir
 
ÍBV hefur leikið 12 leiki við KR í Bikarkeppninni, síðast árið 2006. KR hefur sigrað í þremur leikjanna, Eyjamenn í sex leikjum en þrivsar hafa félögin skilað jöfn. Markatalan er 18-15 Eyjamönnum í hag.
 
ÍBV leik við KR í úrslitaleik í bikarnum árið 1968 en þar sigruðu Eyjamenn 2-1 með mörkum frá Sigmari Pálmasyni og Vali Andersen.
 
ÍBV hefur einu sinni áður mætt KR á þessum degi ársins 2. júní en þá unnu Eyjamenn að sjálfsögðu 1-0 á KR-vellinum.
 
Árið 1996 vann ÍBV-KR 1-0 í undanúrslitum á Hásteinsvelli. Bjarnólfur Lárusson skoraði úr vítaspyrnu. Í þeim leik var Tryggva Guðmundsyni leikmanni ÍBV vísað af leikvelli undir lok leiksins.
 
Árið 1997 vann ÍBV-KR 3-0 í undanúrslitum aftur á Hásteinsvelli. Sigurvin Ólafs skoraði þá 2 mörk og Tryggvi Guðmunds 1.
 
Árið 1998 vann ÍBV-KR 1-0 í átta lið úrslitum á Hásteinsvelli en og aftur. Markið skoraði Kristinn Hafliðason.
 
ÍBV unnu þarna KR-inga í bikarleik í Eyjum, þrjú ár í röð. Athyglivert er að allir þessir leikmenn sem skorðu fyrir ÍBV áttu eftir að spila með liði KR.
 
2006 tapaði ÍBV 5-4 í vítarspyrnukeppni við KR í átta liða úrslitum. En Bjarni Hólm kom ÍBV yfir í þeim leik, en Björgólfur Takefusa jafnaði leikinn sem fór 1-1 en endaði með vítaspyrnukeppni.

ÍBV hefur orðið bikarmeistarar 4 sinnum: 1968, 1972, 1981 og 1998.
 
Við hvetjum fólk að mæta í hvítu á leikinn á morgun, halda áfram góðum stuðningi við strákanna sem ætla sér langt í öllum keppnum sumarsins. Byrjum sjómannahelgina með góðum sigri á KR.
ÁFRAM ÍBV....
 
Spjall við Finn Ólafsson um leikinn og ÍBV má lesa hér.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).