Ölvaðir menn á hestum sem voru í útreiðartúr um bæinn

Helstu verkefni lögreglu í síðstu viku

31.Maí'10 | 16:40
Það var í nógu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið og um helgina enda mikið um að vera í bænum. Nokkur ölvun var í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina og eitthvað um pústra, án þess þó að fólk hafi hlotið alvarlega áverka.
 
Tvö eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið og var í öðru tilvikinu smápeningi hent í bifreið. Hins vegar var um lítið tjón að ræða og hafa tjónþoli og gerandi náð samkomulagi.
 
 
Í hinu tilvikinu var um að ræða tjón á bifreið eftir að gengið hafði verið yfir vélarhlíf og topp hennar þar sem bifreiðin stóð á bifreiðaplaninu við Áshamar 61. Ekki er vitað hver þarna var á ferð og óskar lögreglan eftir upplýsingum um þann sem þarna var að verki.
 
Tvö vinnuslys voru tilkynnt til lögreglu í síðustu viku. Í öðru tilvikinu sem átti sér stað þann 25. maí sl. slasaðist maður þegar hann féll úr stýrishúsi gröfu sem verið var að gera við. Féll maðurinn um einn og hálfan meter og lenti á hnakkanum. Hann var fluttur á sjúkrahús Vestmannaeyja en ekki er talið að meiðsl hans séu alvarleg.
 
Alvarlegt vinnuslys varð um borð í Gandí VE þar sem skipið lá við bryggju í Friðarhöfn föstudaginn 28. maí sl. Maður sem var að vinna við dælu á millidekki lenti með vinstri handlegg í dæluhjólinu þegar dælan fór skyndilega í gang. Handleggurinn er mjög illa farinn eftir slysið og var slasaði fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahús í Reykjavík.
 
Að morgni 26. maí sl. var lögreglu tilkynnt um reyk frá húsi við Brimhólabraut og var slökkvilið Vestmanneyja kallað út. Í ljós kom að kviknað hafi í út frá eldavél en á eldavélahellunni hafði verið pappakassi sem kviknaði í þegar ungt barn á heimilinu kveikti á tveimur eldavélahellum. Engin slys urðu á fólki en töluverðar skemmdir urðu af völdum reyks og sóts.
 
Að kvöldi 28. maí sl. var lögreglu tilkynnt um að verið væri að skjóta upp skoteldum frá Heimakletti, Molda og Helgafelli. Reyndust þarna á ferð stuðningsmenn ákveðins sjórnmálaflokks og hafa þeir viðurkennt brot sitt. Rétt er að taka það fram að óheimilt er að skjóta upp skoteldum nema í kringum áramót nema þá með sérstöku leyfi lögreglustjóra.
 
Af umferðarmálum er það að frétta að einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá var einn ökumaður kærður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og annar fyrir að tala í farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar.
 
Þann 29. maí sl. var lögreglu tilkynnt um ölvaða menn á hestum sem voru í útreiðartúr um bæinn. Haft var tal af reiðmönnunum og þeim gerð grein fyrir því að óheimilt væri að vera áberandi ölvaður á hestbaki og að það gæti leitt til sekta.
 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%