Meirihlutinn áfram í Eyjum

30.Maí'10 | 16:50

xd

Sjálfstæðismenn halda fjögurra manna meirihluta í Vestmannaeyjum með 55,6% atkvæða. Þrír fulltrúar Vestmannaeyjalistans sitja áfram en Framsóknarflokkurinn og óháðir náðu ekki inn manni.
Lokatölur í Vestmannaeyjum urðu þær að Sjálfstæðisflokkurinn fékk 1.330 atkvæði eða 55,6% og heldur hreinum meirihluta. Vestmannaeyjalistinn fékk 862 atkvæði eða 36% og sameiginlegt framboð Framsóknarflokksins og óháðra fékk 202 atkvæði eða 8,4%. Kjörsókn í Vestmannaeyjum var 81,43% en hún var rúmlega 87% í sveitarstjórnarkosningunum 2006.
 
Fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja áfram; Elliði Vignisson bæjarstjóri, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson og Gunnlaugur Grettisson. Páll Scheving Ingvarsson leiðir áfram minnihluta Vestmannaeyjalistans, Jórunn Einarsdóttur kemur inn sem nýr bæjarfulltrúi og þriðja sæti V-listans skipar Guðlaugur Friðþórsson sem heldur áfram setu í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Sigurður E. Vilhelmsson leiddi framboð Framsóknar og óháðra en náði ekki kosningu.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is