Óánægja í Eyjum: Fylgst með hverjir kjósa ekki og þeir svo reknir á kjörstað

29.Maí'10 | 18:20

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

Mikil óánægja er í röðum Vestmannaeyjalistans vegna ákvörðunar kjörstjórnar að leyfa öðrum framboðum að fylgjast með hverjir hafa kosið. Listinn óskaði formlega eftir því að bannað yrði að fara með gögn úr kjördeildum, en kjörstjórnin synjaði þeirri beiðni.
„Það er lýðræðislegur réttur hvers kjósanda að halda því fyrir sjálfan sig hvort hann kýs eða ekki,“ segir Páll Scheving Ingvarsson, oddviti Vestmannaeyjalistans, í samtali við Eyjuna um þetta atriði. Að hans sögn hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki aðeins fylgst með kosningunum inni í kjördeildum, heldur farið af kjörstað með gögn um það hverjir hafa kosið. Síðan heyri hann af því að hringt sé í þá sem ekki hafa kosið og þeir reknir á kjörstað til að kjósa.
 
Hann segir þetta sérstaklega vandmeðfarið í smærri sveitarfélögum, einsog Vestmannaeyjum, þar sem nálægð kjósenda og frambjóðenda er mikil og sumir kjósendur kunni jafnvel að vera í vinnu hjá einhverjum frambjóðendum.
 
„Þetta hefur því miður viðgengist í áratugi hér í Eyjum og er bara ekki í lagi,“ segir Páll.
 
Réttur umboðsmanna sterkari rétti kjósenda
 
Jóhann Pétursson, formaður kjörstjórnar í Vestmannaeyjum, segir í samtali við Eyjuna að réttur kjósenda og umboðsmanna stangist aðeins á í þessu sambandi.
 
„Niðurstaða kjörstjórnar var að leyfa umboðsmönnum að vera í kjördeildum og fara með gögn þaðan í löglegum tilgangi. Við teljum það í samræmi við úrskurð í alþingiskosningum og lög um sveitastjórnarkosningar frá 1998,“ segir Jóhann. „Hugsanlega er ákveðin mótsögn í lögunum, því þar segir að kjósandi hafi þann rétt að ekki verði upplýst hvort hann kjósi en að sama skapi er lagalegur réttur umboðsmanna að fylgjast með kosningu. Við mátum það svo að réttur kjósandans í þessu tilviki víki fyrir rétti umboðsmanna,“ segir Jóhann.
 
Páll Scheving Ingvarsson segir engan ágreining um það hvort umboðsmenn fái að fylgjast með kosningunni. Það sé hinsvegar rangt, að hans mati, að leyfa þeim að fara með gögn af kjörstað og nota þau annars staðar.
 
 
www.eyjan.is greindi frá

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.