Viljum við 3-1-3 aftur í bæjarstjórnina?

28.Maí'10 | 00:23

Eyverjar

Á laugardaginn kjósa Vestmannaeyingar sér fulltrúa til þess að stýra bænum. Í ár bjóða þrír listar fram Sjálfstæðisflokkurinn, V-listinn og Framsókn og óháðir. Síðast þegar Framsókn og óháðir buðu fram í Eyjum, fyrir átta árum, fengu þeir einn fulltrúa kjörinn, Sjálfstæðisflokkurinn þrjá og V-listinn þrjá. Eins og flestir muna var það ekki farsælt fyrir bæjarfélagið. Upplausn og pólitískar erjur einkenndu bæjarstjórnina.
Yfirbragð bæjarstjórnar hefur verið allt annað á þessu kjörtímabili og framfarirnar frá því ástandi sem ríkti fyrir 4 - 8 árum síðan ótrúlegar á nær öllum sviðum. Undir styrkri stjórn meirihluta Sjálfstæðismanna hefur tekist að snúa fólksfækkun í fjölgun, halla í rekstri bæjarins í afgang, óánægðum íbúum í þá ánægðustu á landinu og með einu verst stæða bæjarfélagi landsins í eitt þeirra sem best standa.
 
 
Það er ekkert fyrirfram gefið í kosningum. Vestmannaeyingar eru ánægðir með bæinn sinn og laugardaginn er tækifæri til þess að sýna þá ánægju í verki. Ætlum við að veita Sjálfstæðisflokknum umboð til þess að vinna áfram að framförum fyrir Vestmannaeyjar eða ætlum við að hætta á að upp komi aftur staðan 3 - 1 - 3 með tilheyrandi vandræðum?
 
 
Mætum á kjörstað á laugardaginn og setjum X við D
 
 
Stjórn Eyverja
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.