Stöndum vörð um sannleikann

-Samtals gera niðurgreiðslur lána og peningaleg eign Vestmannaeyjabæjar tæpa 6 milljarða

28.Maí'10 | 15:42
Ekki er hægt að ætlast til þess nýjir frambjóðendur hafi djúpa og mikla þekkingu á flóknum fjárhagsmálum sveitarfélagsins. Slík krafa væri ósanngjörn. Rekstur bæjarins er viðamikill og um hann gilda flóknar reglur um reiknisskil og fl. Þegar fjallað er um þessi mál er auðvelt að falla í þá gryfju að taka tölur upp úr ársreikningum án að kynna sér vandlega það sem liggur til grundvallar. Þar liggur ekki að baki illur hugur heldur sennilega tímaskortur í miklum önnum hjá vel meinandi frambjóðanda.
Í grein, skrifaði á netmiðilinn eyjar.net heldur ágætur frambjóðandi því fram að fé Vestmannaeyja hafi verið sólundað. Á mynd sem hann birtir máli sínu til stuðnings er ekki annað að sjá en að nú glymji í tómum hirslum sveitarfélagsins. Svo er þó sem betur fer ekki.
 
Lítum aðeins á staðreyndir málsins.
 
Vestmannaeyjabær seldi eignarhluta í Hitaveitu Suðurnesja upp á 512,8 milljónir að nafnvirði. á genginu 7,1. Kaupverðið var því 3.640.569.588 krónur (rúmlega 3,6 milljarðar). Ríkið tók strax til sín tæpar 313 milljónir í fjármagnstekjuskatt. Þannig að eftir sátu 3.327.881.085 krónur (rúmlega 3.3 milljarðar). Frambjóðandanum láist að geta þess að sveitarfélög greiða þennan fjármagnstekjuskatt.
 
Strax í kjölfar sölunnar sumarið 2007, í góðærinu miðju, tók Vestmannaeyjabær undir forystu sjálfstæðismanna ákvörðun um að leggja höfuðáherslu á niðurgreiðslu lána. Slíkt var gert í andstöðu við ráðgjöf margra bankamanna og sérfræðinga á sviði þróaðrar fjármálatækni. Hyggjuvitið var látið ráða.
 
Síðan þá hefur niðurgreiðsla lána verið sem hér segir:
 
 
 
Alls uppgreidd lán
Reglulegar afborganir
Alls uppgreidd lán og afborganir
2006
181.877.179
366.898.821
548.776.000
2007
273.955.041
225.268.959
499.224.000
2008
517.397.191
216.682.809
734.080.000
2009
577.556.756
185.895.244
763.452.000
Samtals
1.550.786.167
994.745.833
2.545.532.000
 
Alls hefur Vestmannaeyjabær því undir stjórn sjálfstæðismanna greitt niður lán sveitarfélagsins fyrir 2.545.532.000 (rúmlega 2,5 milljarða).
 
Nú þegar kjörtímabilið er senn á enda, og eftir hrun á bankamarkaði sem stórskaðaði fjármagnseigendur, á Vestmannaeyjabær samt sem áður 3.585.553.000 krónur (tæplega 3,6 milljarða)inn á bankareikningum.
 
Vestmannaeyjabær seldi sem sagt fyrir rúmlega 3,3 milljarða. Síðan þá hefur Vestmannaeyjabær greitt niður lán fyrir 2,5 milljarða og á enn 3,5 milljarða. Samtals gera niðurgreiðslur lána og peningaleg eign því tæpa 6 milljarða. Uppreiknað verðgildi Hitaveitu peninga er hinsvegar 4,4 milljarðar. Þetta merkir að núverandi stjórnendur Vestmannaeyjabæjar hafa hvorki snert höfuðstól né vexti af Hitaveitupeningunum í annað en að greiða upp lán. 
 
Þegar ársreikningar Vestmannaeyjabæjar eru skoðaðir er eðlilegast að líta til eignfærslu, uppgreiðslu lána og peningalega eign. Hinn sanna mynd af þróun mála sveitarfélagsins seinustu ár er því þessi hér:

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%