Nýtum kosningaréttinn!

28.Maí'10 | 16:55
Góð kjörsókn á kosningadag skiptir ekki bara framboð gríðarlegu máli heldur bæjarfélagið í heild sinni. Því fleiri einstaklingar sem láta sig varða um velferð bæjarfélagsins og mæta á kjörstað því betra umboð hefur viðkomandi meirihluti til starfa. Þannig má segja að í raun sé mun meira að marka sannan vilja bæjarbúa fyrir stjórnsýslu ef fleiri kjósa. Það að ákveða að sitja heima og láta aðra um að ákveða fyrir sig hverjir munu stjórna bæjarfélaginu næstu fjögur árin er að mínu mati óábyrg hegðun. Þú getur haft áhrif á það hvernig bæjarfélagið þitt verður næstu fjögur árin. Síðustu fjögur ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft meirihluta í bæjarstjórn, þá voru bæjarbúar komnir með upp í kok á endalausu valdatafli, ringulreið og þvargi innan bæjarstjórnar.
 
Ef sú staða kæmi upp í dag að 3-3-1 bæjarstjórn yrði raunin, þyrftir þú minn kæri kjósandi að bíða í heil FJÖGUR ár eftir því að fá að leiðrétta það ástand. Fjögur ár er mjög langur tími eins og síðasta kjörtímabil sýnir greinilega. Á þessum tíma hafa Vestmannaeyjar risið eins og Fönix úr öskunni… bókstaflega þessa dagana, og orðið stolt bæjarbúa. Ég get því sagt að í dag er ég ákaflega hreykin af því að geta kallað mig Vestmannaeying og þakka guði og gæfu fyrir að hafa leitt mig á þessar slóðir. Kæri kjósandi ég vona að þú sért líka jafn stoltur af Eyjunni okkar fögru og viljir ekkert nema það besta henni til handar. Því skaltu mæta á kjörstað á morgun og setja X við D.
 
Hildur Sólveig Sigurðardóttir.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-