Íslenska mótaröðin í golfi

-Golfheimar.is með kynningu á skorskráningu

28.Maí'10 | 23:52
Íslenska mótaröðin í golfi er í Vestmannaeyjum um helgina. Mótið er upphafið á spennandi sumri á íslensku mótaröðinni. Meðal nýjunga sem kynntar eru til leiks í Eyjum, er ný íslensk lausn sem notuð er við skráningu á skori kylfinga úti á velli. Með lausninni gefst áhugamönnum kostur á að fylgjast með skori keppenda, holu fyri holu, í tölvu eða farsíma hvar sem internetið teygir arma sína.
 
 
Hugbúnaðarlausnin, Golfheimar.is, er frí fyrir alla íslenska kylfinga, tengd golf.is og býður kylfingum upp á skorskráningu, tölfræði og uppsetningu á hópagolfi.
 
Fulltrúi Golfheima, Geir Sigurður Jónssson verður í golfskálanum fram eftir degi á morgun, svarar forvitnum um möguleika kerfisins og hvernig hægt er að nálgast stöðuna í gegnum farsíma.
 
Fyrir áhugasama er skorið sent út beint á http://m.golfheimar.is fyrir farsíma, og http://golfheimar.is/Live fyrir tölvur.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is