Hvað er lýðræði?

Sigurður Vilhelmsson skrifar

28.Maí'10 | 16:52
Þó íbúalýðræði sé ekki vel þekkt fyrirbæri hér á landi hefur það verið í mikilli þróun um áratugaskeið, einkum á Norðurlöndum og í N-Evrópu og teygir nú anga sína víða um heim. Umræðan hér á landi er hins vegar skammt á veg komin eins og meðal annars sést á aðsendri grein í nýjustu Fréttum. Þar líta menn svo á að það að hafa greiðan aðgang að bæjarstjóra Vestmannaeyja sé allt það íbúalýðræði sem við þurfum. Það eina sem fólk þurfi að gera, telji það á sér brotið, sé að fá bæjarstjórann til að skipta um skoðun.
 
Það er ekki lýðræði. Lýðræði byggir ekki á því að almenningur eigi allt sitt undir einstökum embættismönnum eða fulltrúum einstakra flokka eða framboða. Lýðræðið byggir á því að almenningur geti, án afskipta kjörinna fulltrúa, látið reyna á rétt sinn og barist fyrir því sem skiptir hann máli. Íbúakosningar eru leið til aukinnar valddreifingar, þar sem íbúar geta, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, tekið fram fyrir hendurnar á kjörnum fulltrúum telji þeir á sér brotið. Það er mikilvægt að almenningur hafi þennan rétt, en eigi ekki allt sitt undir persónulegum duttlungum einstaklinga, sem þeir hafa
jafnvel ekki kosið.
 
Með aukinni valddreifingu og alvöru íbúalýðræði getum við gert bæinn
okkar enn betri.
 
Sigurður E. Vilhelmsson
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is