Fjárhagsstaða Vestmannaeyjabæjar

Fegruð mynd af stöðunni?

28.Maí'10 | 10:54
Núverandi meirihluti hefur að undanförnu ítrekað stært sig af því að þrátt fyrir framkvæmdir og niðurgreiðslu skulda séu höfuðstóll og vextir hitaveitupeninganna enn óhreyfðir. Samkvæmt þeirra eigin tölum er uppreiknað söluandvirði hlutarins í HS 4,4 milljarðar króna. Ársreikningar bæjarins segja aðra sögu.
 
Meðfylgjandi mynd sýnir bankainnistæður Vestmannaeyjabæjar árin 2007 til 2009. Eins og sjá má voru þær rúmir 3,9 milljarðar króna í árslok 2007, eftir að hluturinn í HS hafði verið seldur. Árið 2008 eru innistæðurnar komnar niður í tæpa 3,9 milljarða og í árslok 2009 standa eftir rúmir 3,5 milljarðar. Höfuðstóllinn hefur því lækkað um tæpan milljarð að núvirði frá því hluturinn var seldur og vextirnir eru hvergi sjáanlegir. Hvernig hægt er að halda því fram að bæði höfuðstóll og vextir standi óhreyfðir er því óskiljanlegt. Er verið að teikna upp fegurri mynd af fjárhagsstöðu bæjarins en innistæða er fyrir?
 
 
Sigurður E. Vilhelmsson, B-lista Framsóknar og óháðra
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.