Fjárhagsstaða Vestmannaeyjabæjar

Fegruð mynd af stöðunni?

28.Maí'10 | 10:54
Núverandi meirihluti hefur að undanförnu ítrekað stært sig af því að þrátt fyrir framkvæmdir og niðurgreiðslu skulda séu höfuðstóll og vextir hitaveitupeninganna enn óhreyfðir. Samkvæmt þeirra eigin tölum er uppreiknað söluandvirði hlutarins í HS 4,4 milljarðar króna. Ársreikningar bæjarins segja aðra sögu.
 
Meðfylgjandi mynd sýnir bankainnistæður Vestmannaeyjabæjar árin 2007 til 2009. Eins og sjá má voru þær rúmir 3,9 milljarðar króna í árslok 2007, eftir að hluturinn í HS hafði verið seldur. Árið 2008 eru innistæðurnar komnar niður í tæpa 3,9 milljarða og í árslok 2009 standa eftir rúmir 3,5 milljarðar. Höfuðstóllinn hefur því lækkað um tæpan milljarð að núvirði frá því hluturinn var seldur og vextirnir eru hvergi sjáanlegir. Hvernig hægt er að halda því fram að bæði höfuðstóll og vextir standi óhreyfðir er því óskiljanlegt. Er verið að teikna upp fegurri mynd af fjárhagsstöðu bæjarins en innistæða er fyrir?
 
 
Sigurður E. Vilhelmsson, B-lista Framsóknar og óháðra
 
 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%