Eyverji

28.Maí'10 | 19:42

Eyverjar

Eyverji er mikill lýðræðissinni og finnst sjálfsagt að allir geti haft áhrif á alla ákvarðanatöku á öllum stigum stjórnvaldsins. Því finnst Eyverja það bæði sjálfsagt og eðlilegt að kjósendur í Vestmannaeyjum eignist umboðsmann til að gæta hagsmuna sinna.
 
Það er vitaskuld ekki annað hægt en að hafa eftirlit með kjörnum fulltrúm. Því telur Eyverji það bæði sjálfsagt og eðlilegt og gerir það að skýlausri kröfu sinni að eftir að hann hefur kosið sér fulltrúa í bæjarstjórn að fulltrúarnir ráði fyrir hann umboðsmann. En þá vandast málið; Hver á að hafa eftirlit með eftirlitinu?
 
 
Enn er Eyverja þó vandi á höndum, því ekki er víst að hver einn og einasti íbúi Vestmannaeyja verði með öllu sáttur við störf bæjarstjórnar, þrátt fyrir eftirlit umboðsmanns kjósenda með störfum bæjarstjórnar og eftirlit umboðsmanns umboðsmanns með eftirliti umboðsmanns kjósenda með störfum bæjarstjórnar.
 
Því telur Eyverji það bæði sjálfsagt og eðlilegt, gerir skýlausa kröfu til þess, sér ekki annað í stöðunni og væntir þess að hver einn og einasti kjósandi fái sinn eigin umboðsmann til þess að hafa eftirlit með eftirliti umboðsmanns umboðsmanns með eftirliti umboðsmanns kjósenda með störfum bæjarstjórnar.
 
Eyverja þykir þetta þjóðráð, því ekki einungis mun eftirlitið vera fullkomið, heldur mun fjöldi íbúa tvöfaldast með svo gott sem einu pennastriki. Eyverja þykir kostnaðurinn við pennastrikið þó vel réttlætanlegt, að bæta liðlega fjögurþúsund manns á launaskrá hjá bænum, enda verður eftirlitið fullkomið á eftir.
 
Eina sem angrar Eyverja við þetta fyrirkomulag er að hann á erfitt með að sjá að hægt verði að taka ákvörðun í nokkru máli. Bæjarstjórn leitar álits hjá umboðsmanni kjósenda, umboðsmaður kjósenda leitar álits hjá umboðsmanni umboðsmanns sem leitar álits hjá hinum fjögurþúsund umboðsmönnunum. Ef einhvertímann næðist niðurstaða væru ábyggilega liðin að minnsta kosti 10 ár.
 
Því hefur Eyverji lagt höfuðið í bleyti og telur sig nú hafa fundið hina fullkomnu lausn á þessu öllu. Vestmannaeyingar einfaldlega kjósa sér nokkra, t.d. sjö, fulltrúa með reglulegu millibili, t.d. fjórum árum, sem sjá um að reka bæinn. Eyverji telur sig hafa dottið niður á tímamóta uppgötvun og ætlar stax eftir helgi að sækja um einkaleyfi fyrir þessu kerfi.
 
Eyverji
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.