Úr ösku skal eldin selja

Fimmtudags þruman frá Tryggva Hjaltasyni

27.Maí'10 | 00:37
Aðstoðin í öskunni og mikilvægi túna
 
Eins og svo oft áður í sögu Vestmannaeyja hefur komið blessun út úr skugganum. Skugginn að þessu sinni kom í formi öskufalls sem skildi engan útundan. Frá því að öskufallið var hafa Vestmannaeyingar stritað baki brotnu við að hreinsa til hjá sér og spyrja eflaust þeir sem hafa aum bök núna: um hvað er maðurinn að tala?
 
Ég er að tala um hvernig sumarið kom á blússandi ferð undan öskufallinu með auknum gróðri, grænu grasi og fallegu fíflunum okkar. Ég hef verið að ræða við nokkra mjög fróða menn undanfarið varðandi t.d. ástandið á fótboltavöllunum okkar og um fjöllin í kringum okkur og eru flestir sammála um það að askan hafi virkað eins og vítamínsprauta fyrir grasvöxt í Eyjum. Mér er sagt að eitthvað tengist þetta steinefnum í öskunni og þeirri lukku að það rigndi strax eftir gos. Niðurstaða: Vestmannaeyjar snúa spreði í gleði.
 
Þessar pælingar mínar um grasvöxtin í Eyjum, sem spruttu út frá því að við þurftum að slá garðin okkar tvisvar í sömu vikunni eftir öskufall leiddu út í aðra pælingu. Af hverju eru ekki grasfótboltavellir fyrir hin almenna eyjamann sem hægt er að fara á hvenær sem er. Það er ekki spurning að tilkoma sparkvallana var spark í afturendan á þeim sem voru farnir að spila eingöngu knattspyrnu í tölvunni, og eru þeir vel nýttir og mjög gott framtak. En á sumrin vilja menn spila fótbolta á grasi og hafa aðgang að völlum. Ég hef rætt þessi mál við fróða menn sem hafa upplifað tímanna tvenna og sögðu þeir mér að hér áður fyrr var allt morandi í túnum sem spilað var knattspyrnu á fram eftir kvöldi á sumardögum. Þessir sömu menn vildu meina að þarna hefði grundvöllur verið lagður að því að frá Vestmannaeyjum kom ótrúlegur fjöldi heimsklassa knattspyrnuiðkenda sem fóru svo í atvinnumennsku eða landsliðið. Þessi fjöldi valla sem skiptist á hverfi ýtti einnig undir hverfakeppnir, þannig að keppnisskapið var ekki langt undan til að ýta undir metnað og kappsemi.
 
Ég er og hef alltaf verið mjög fylgjandi því að Vestmannaeyjar verði íþróttasamfélag eins og þær eru þekktar fyrir. Í dag eru 4 góðir knattspyrnuvellir í Vestmannaeyjum, en allir eru þeir fráteknir fyrir skipulagðar æfingar knattspyrnufélaga.
 
Pælingin: myndi það auka ferskleika og kappsemi Eyjaskeggja að hafa fleiri tún í bæjarskipulaginu? Þar væri t.d. hægt að hafa útikappát og pokahlaup með góðu móti, þetta er of mikið malbik. Persónulega nota ég Stakkóið mjög mikið, í Tennisgolf, Frisbee og fótbolta og var ég mjög sár þegar spítalalóðin var tekin í burtu.
 
Kappakveðja
 
Tryggvi
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.