Rétt handan hornsins er....

27.Maí'10 | 00:17
Kjördagur er svo að segja rétt handan hornsins. Kannski erum við flest búin að gera upp hugi okkar um hvað við kjósum á laugardaginn. Sumum okkar finnst litlu sem engu máli skipta hverjir stjórna bænum á sama tíma og öðrum finnst það afar mikilvægt. Ég er einn þeirra sem tel miklu máli skipta hverjir fara með málefni okkar bæjarbúa næstu fjögur árin árin. Ástæðurnar eru margar, sumar viðamiklar en aðrar vega minna en vega samt. Þegar öllu er á botninn hvolft má kannski segja að ég vilji stjórnendur sem uppfylla þessi skilyrði:
• Stjórnendurnir bæjarfélagsins verða að hafa heildarhagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi, hvorki sína sérhagsmuni né vina sinna og vandamanna.
• Stjórnendur bæjarfélagsins verða að sýna öllum bæjarbúum kurteisi enda eru þessir sömu stjórnendur að þjóna bæjarbúum en ekki öfugt.
• Stjórnendur bæjarfélagsins verða að virða og þola réttmæta gagnrýni og taka mark á henni í stað þess að bregðast illir við og jafnvel hafa í hótunum.
• Stjórnendur bæjarfélagsins verða að kappkosta að eiga gott samstarf við þingmenn allra flokka og eðlileg samskipti við stjórnvöld hverju sinni.
• Stjórnendur bæjarfélagsins verða að geta stjórnað með almenningi og fyrir almenning.
Ef stjórnendur uppfylla þessi skilyrði eru þeir trausts verðir og eiga fullt erindi í stjórn bæjarins. Ef þeir uppfylla skilyrðin ekki eiga þeir alls ekkert erindi í bæjarstjórn.
Ég veit ekki hversu vel Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn uppfylla þessi skilyrði. Það verða lesendur að meta með sjálfum sér. Ég veit hins vegar að frambjóðendur Vestmannaeyjalistans hafa gert þessi skilyrði að sínu leiðarljósi og þess vegna er mikilvægt að Vestmannaeyjalistinn komi sem öflugastur út úr kosningunum á laugardag. Það gerum við með því að hika ekki við að kjósa Vestmannaeyjalistann til að gæta hagsmuna okkar Vestmannaeyinga.
 
       Kjósum því X V
Ragnar Óskarsson
 
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.