Ernir kaupir milljón dala vél til Eyjaflugs

27.Maí'10 | 08:57
Flugfélagið Ernir ætlar að hefja áætlunarflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í byrjun ágúst. Félagið ætlar að kaupa nítján sæta skrúfuþotu til að anna flugleiðinni en slík vél kostar rúmlega milljón dali, jafnvirði 130 milljóna króna. Er hún væntanleg til landsins í júlí, „ef guð og góðir menn lofa“ eins og Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins, orðar það.
Ríkið lætur af stuðningi sínum við flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur í lok júlí, en þá flyst áfangastaður Herjólfs á fastalandinu frá Þorlákshöfn til Landeyjahafnar. Flugfélag Íslands hefur notið ríkisstyrksins undanfarin ár en hann nam 124 milljónum króna á síðasta ári.

 
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir ekki grundvöll fyrir áframhaldandi flugi félagsins eftir að styrkurinn verður aflagður. „Þrátt fyrir ágætan árangur við að fjölga farþegum er kostnaðurinn enn of mikill og farþegafjöldinn ekki nægur til að þetta standi undir sér,“ segir hann. Farþegum hafi fjölgað mjög; úr innan við tuttugu þúsund árið 2006 í 34 þúsund í fyrra.
Árni segir miklum fjármunum hafa verið varið til markaðsstarfs, bæði af hálfu Flugfélagsins og Vestmannaeyjabæjar. Synd sé að ekki sé hægt að fylgja því starfi eftir.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, fagnar áhuga Ernismanna enda skipti öflugar flugsamgöngur Eyjasamfélagið miklu máli. Hann er ósáttur við ákvörðun ríkisins um að slá ríkisstyrkinn af með öllu en telur eðlilegt að hann hefði minnkað um tíu til tuttugu prósent eins og almennt sé um ríkisútgjöld í niðurskurðaraðgerðum stjórnvalda.

Hörður Guðmundsson hjá Erni bendir á að Vestmannaeyjaflug hafi ýmist verið styrkt eða ekki í gegnum árin. „Nú á að reyna að gera þetta á viðskiptalegum forsendum eins og eðlilegt er,“ segir hann.

Ráðgert er að fljúga þrisvar til fjórum sinnum á dag milli lands og Eyja yfir sumartímann og tvisvar til þrisvar yfir veturinn. Ferðum verði fjölgað eða fækkað í samræmi við eftirspurn. Að sögn Harðar er viðbúið að dýrasta farið kosti um átta þúsund krónur en í boði verði tilboðspakkar af ýmsu tagi. Fargjöld Flugfélagsins hafa kostað frá rúmum fimm og upp í tíu þúsund krónur.
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.