Nóg að gera hjá Lörgreglu Vestmannaeyja um hvítasunnuhelgina

Alvarleg líkamsárs á 14 ára dreng á skólalóð

25.Maí'10 | 17:55
Það var töluvert um að vera um helgina hér í Eyjum og var í ýmsu að snúast hjá lögreglu þar sem töluverður mannfjöldi var saman komin á skemmtistöðum bæjarins. Eitthvað var um pústra á og fyrir utan skemmtistaðina en engar kærur liggja hins vegar fyrir. Þá þurfti lögreglan að aðstoða fólk til síns heima þar sem hæfileikinn til að rata heim á leið hafði laskast eitthvað eftir skemmtanahaldið.
Síðdegis þann 21. maí sl. var lögreglu tilkynnt um að fjórir drengir á 16. ári hafi ráðist á dreng á 14. ári á lóð Barnaskóla Vestmannaeyja. Munu drengnum hafa verið haldið niðri af þremur drengjanna á meðan sá fjórði lamdi hann ítrekað. Málið er litið alvarlegum augum og er það í rannsókn lögreglu.
 
Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu um hvítasunnuhelgina en hann var handtekinn eftir að hafa valdið tjóni á tveimur bifreiðum fyrir utan veitingastaðinn Volcano aðfaranótt 22. maí sl. Mun hann hafa hent gangstéttarhellum í bifreiðarnar sem skemmdust nokkuð.
 
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni og var í öllum tilvikum um lítisháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.
 
Þrjár kærur liggja fyrir eftir vikuna vegna brota á umferðarlögum. Í tveimur tilvikum var um að ræða kæru þar sem ökumenn voru að tala í farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar. Þá var einn ökumaður kærður vegna hraðaksturs á Hamarsvegi en hann mældist á 75 km/klst.
 
Enn eru einhverjir að aka um að nagladekkjum og hvetur lögreglan eigendur ökutækja til að skipta yfir á sumardekkin og komast þannig hjá sektum, en eins og áður hefur komið fram er sekt fyrir akstur á negldum hjólbörðum kr. 5.000,- á hvern hjólbarða.
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.