Frábær sigur Eyjamanna á móti Haukum

24.Maí'10 | 19:02
ÍBV sigraði í dag lið Hauka á Vodafonevellinum. ÍBV komust yfir á 18 mínótu með marki frá Matt Garner. ÍBV komust svo í 2-0 en markið skoraði Andri Ólafsson. Staðan var 2-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik var sama barátta í leik ÍBV en á 68 mínótu fékk Eyþór Helgi Birgirsson sitt annað gula spjald og var rekinn af velli. Það kom ekki að sök og bætti ÍBV við 3 markinu frá Andra Ólafssyni sem fór svo meiddur af velli eftir samspil við liðsmann Hauka. Leiknum lauk með 3-0 frábærum sigri Eyjamanna.
ÍBV er með 7 stig eftir 4 leiki og hafa skorað 7 mörk og fengið á sig 5.
 
Næsti leikur ÍBV er á móti Breiðablik sunnudaginn 30 maí, sem er jafnframt fyrsti heimaleikur ÍBV í sumar.

Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, James Hurst, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tonny Mawejje, Eyþór Helgi Birgisson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Tryggvi Guðmundsson.
Varamenn: Elías Fannar Stefánsson, Gauti Þorvarðarson, Hjálmar Viðarsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Anton Bjarnason, Yngvi Magnús Borgþórsson.
 
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.