Víst er fagur Vestmannaeyjabær

Elín Sólborg skrifar

23.Maí'10 | 12:31
Víst er fagur Vestmannaeyjabær.
Nú er mikið líf í pólitík sveitarfélaga á Íslandi. Framundan eru sveitastjórnarkosningar um allt land, þann 29.maí næstkomandi. Mikið fjör og hasar fylgir kosningum líkt og þessum og er síðasta vikan oft sérstaklega fjörug og annasöm hjá frambjóðendum og almennum flokksmönnum framboðanna.
 
 
Hér í Vestmannaeyjum bjóða fram þrír flokkar, Framsóknarflokkurinn og óháðir, Vestmannaeyjalistinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Listarnir eru allir skipaðir ágætis fólki sem hefur áhuga á að koma að gangi mála í bænum. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins hefur síðastliðið kjörtímabil átt, undir styrkri stjórn Elliða Vignissonar, gott samstarf við minnihlutann og hefur sú skipan reynst Vestmannaeyjabæ vel og bærinn dafnað.
 
Vinaleg er einnig Heimaey.
Kjörtímabilið þar á undan var heldur erfiðara og var mikið um deilur innan bæjarstjórnar sem fór svo að skipt var um meirihluta nokkrum sinnum og á þeim tíma var lítið um framfarir í bæjarlífi Eyjanna. Íbúafjöldi Eyjanna fór fækkandi ár eftir ár og leit allt út fyrir að sú þróun yrði áfram, sem betur fer fór ekki svo. Í þrjú ár hefur nú fólki fjölgað í Vestmannaeyjum eftir sautján ára hlé, ekkert er nú sem aftrar þeirri þróun. Nýr leikskóli hefur verið reistur, hér er atvinnuleysi í lágmarki og ekkert sem stöðvar unga námsmenn að snúa aftur með fjölskyldur
sínar til Heimaslóða eftir nám. Fjárhagsaðstaða bæjarins var ekki góð fyrir síðastliðið kjörtímabil, bærinn
skuldaði mikið fé og eins og áður segir var staðan alls ekki góð, sem betur fer hefur það breyst. Á síðasta kjörtímabili hefur Vestmannaeyjabær greitt niður áratuga gamlar skuldir. Erlendar skuldir voru greiddar niður en hefði það ekki verið gert, væri ástandið mjög slæmt nú þar sem erlend lán hafa hækkað gífurlega í kjölfar hruns íslenska bankakerfisins.
 
 
Hér ég þekki hvern hól, hverja þúfu, hvert ból.
Gífurleg uppbygging hefur orðið í Vestmannaeyjum á síðastliðnu kjörtímabili. Helst má þar nefna fegrun miðbæjarins , byggingu knattspyrnuhúss, auk þess sem gífurlega fallegt og vel lukkað útisvæði sundhallarinnar hefur verið tekið í notkun svo fátt eitt sé nefnt af þeim fjölmörgu hlutum sem hafa farið vel á síðasta kjörtímabili.
Vestmannaeyjabær er nú eitt best rekna sveitarfélag á landinu og hefur efnahagur bæjarins dafnað á síðasta kjörtímabili. Sé ég því ekki hvers vegna fólk gæti hugsað sér að setja X við eitthvað annað en D laugardaginn 29. maí næstkomandi.
 

Hér ég átthaga á, hér ég dvelja vil fá þar til aldinn ég æviskeiði lýk.
 

Elín Sólborg Eyjólfsdóttir
Stjórnarmaður Eyverja
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).