Sendum skýr skilaboð

22.Maí'10 | 17:36

Raggi Óskars, Ragnar óskarsson

Innan fárra daga göngum við til bæjarstjórnarkosninga þar sem við veljum okkur sjö fulltrúa til þess að sjá um mál okkar bæjarbúa næstu fjögur árin. Vonandi tekst okkur að velja þessa fulltrúa af bestu skynsemi og vonandi verða þeir traustsins verðir þegar upp er staðið og störf þeirra metin á komandi kjörtímabili.
Einn frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins gerði á dögunum landsmálaumræðuna að umtalsefni í blaðagrein með það fyrir augum að veikja með því málstað Vestmannaeyjalistans og styrkja málstað Sjálfstæðisflokksins. Það leiðir hugann að því að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn bjóða fram við bæjarstjórnarkosningarnar í Vestmannaeyjum nú. Hugmyndafræði og stefna þessara flokka leiddi sannarlega yfir þjóðina það mikla efnahagshrun sem hefur komið fjölmörgum einstaklingum, heimilum og fyrirtækjum á vonarvöl. Þessir flokkar bera því mikla ábyrgð og í bæjarstjórnarkosningunum nú er auðvitað tækifæri fyrir kjósendur að gera upp reikninginn við þá. Það ætlar fólk greinilega að gera vítt um landið og við Vestmannaeyingar eigum auðvitað að gera slíkt hið sama. Við getum í kosningunum nú sent bæði Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki skýr skilaboð með því að kjósa ekki þá flokka, hafna stefnu þeirra sem varð okkur Íslendingum svo dýr.
 
Ragnar Óskarsson
 
 
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.