Leikmaður 3. umferðar: Svona á maður að mæta meisturum

Eyþór Helgi Birgisson (ÍBV) er leikmaður 3.umferðar

21.Maí'10 | 12:25
Eyþór Helgi Birgisson, framherji ÍBV, skoraði eitt mark og fiskaði vítaspyrnu í 3-2 útisigri liðsins á FH í gær. Eyþór Helgi er leikmaður 3.umferðar í Pepsi-deild karla.
 
,,Ég átti góðan leik en það voru nokkrir aðrir leikmenn sem hefðu líka átt þetta skilið, Kjartan Henry (Finnbogason) og fleiri," sagði Eyþór Helgi við Fótbolta.net í dag.
 
,,Þetta flokkast klárlega sem einn besti leikur ferilsins. Ég var ákveðinn í að láta ljós mitt skína."
 
 
Eyþór Helgi Birgisson
Aldur: 21 árs
Leikir með ÍBV í efstu deild: 5, eitt mark.
Fyrri félög: HK og Ýmir
Lið á HM: Spánn
Lið á Englandi: Liverpool
Uppháhald knattspyrnumaður: Fernando Torres
 
Eyþór Helgi lét Tommy Nielsen finna fyrir því í gær en danski varnarmaðurinn átti í stökustu vandræðum í leiknum.
 
,,Greyið kallinn. Hann átti vondan leik eins og við eigum flest allir einhvern tímann. Ég var heppinn á að lenda á honum í gær þegar hann átti vondan leik en hann kemur bara tvíefldur til baka held ég."
 
ÍBV komst í 2-0 og 3-1 í leiknum í gær og þeir sýndu FH-ingum enga virðingu.
 
,,Svona á maður að mæta meisturum, með ljónshjarta. Við ætluðum allan tímann að taka þrjú stig þarna."
 
,,Við erum á góðri leið, það má alltaf bæta eitthvað en liðið er að spila mjög vel núna. Við fengum fína útendinga, Rasmus Christiansen og James Hurst eru að koma sterkir inn og Denis Sitnyk líka, hann var óheppinn að meiðast."
 
Eyþór Helgi er uppalinn hjá HK en hann skoraði grimmt með Ými í þriðju deildinni í fyrra áður en hann gekk til liðs við ÍBV.
 
,,Ég er uppalinn í Eyjum og í hitteðfyrra vildi Heimir (Hallgrímsson) fá mig til ÍBV. Í fyrra ákvað ég að skoða hvort Heimir vildi ennþá fá mig."
 
,,Hann sagði að ég gæti komið og prófað að vera hérna. Ég prófaði að koma og Heimi leist vel á mig þannig að ég gerði eins og háls árs lánssamning við ÍBV. Þannig byrjaði þetta ævintýri."
 
Eyjamenn léku í gær sinn þriðja útileik á tímabilinu og liðið mun mæta Haukum á útivelli á mánudag áður en fyrsti heimaleikurinn er gegn Breiðablik um aðra helgi.
 
,,Strákarnir bíða eftir að fá að spila loksins á heimavelli. Við eigum Breiðablik fyrst heima og það verða tekinn þrjú stig þar. Ég á ennþá eftir að vinna á móti Hásteinsvelli og vonandi gerist það á móti Blikum."
 
Eyjamenn voru í neðri hluta deildarinnar í fyrra en liðið stefnir mun hærra í ár.
 
,,Við ætlum að bæta okkur síðan á síðasta ári þannig að ég sé ÍBV enda í efri hlutanum. Við ætlum á Vodafonevöllinn á mánudag að ná í þrjú stig, það er klárt mál," sagði Eyþór við Fótbolta.net í morgun áður en hann hélt á æfingu með ÍBV.
 
 
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.