Vona að mér verði tekið vel en er ekki að setja pressu

segir Tryggvi Guðmundsson

20.Maí'10 | 09:29

Tryggvi

Tryggvi Guðmundsson leikmaður ÍBV mun mæta sínum gömlu félögum í FH í kvöld í 3. umferð Pepsi deildarinnar. Tryggvi gekk í raðir Eyjamanna í sumar frá FH eftir fimm góð ár með félaginu.
 
,,Ég á von á flottum leik, við erum að mæta Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli, þetta verður spes gaman fyrir mig," sagði Tryggvi Guðmundsson í samtali við Fótbolta.net í gær og segir að það verði sérstakt að koma aftur í Kaplakrika.
 
 
,,Það veðrur sérstakt, ég var þarna í fimm ár og átti fínar stundir. Ég þekki þessa stráka og er í dags daglegu sambandi við þá og æfði með þeim í vetur. Þetta verður gaman, ég á bara fínar stundir úr Krikanum og vonandi halda þær áfram að vera fínar."
 
,,Ég vona að mér verði tekið vel, ég er ekki að setja neina pressu á þá (Stuðningsmenn FH) en ég vona að mér verði tekið vel."
 
Hann sér ekki eftir því að hafa yfirgefið besta lið landsins fyrir sitt heimalið.
 
,,Ég sé ekki eftir því, eins og ég útskýrði á sínum tíma þá er þetta ákveðin áskorun sem kom í mínar hendur og ég er maður áskoruna og stend að sjálfsögðu við það."
 
Eyjamenn styrktu sig fyrir lok gluggans og var mikill bæting á leik liðsins gegn Val frá því í 1. umferð gegn Fram.
 
,,Þessi viðbót sem við fengum rétt fyrir mót hefur skilað sér og svo sér maður á æfingunum að við erum allir að fínpússast sem lið. Strákarnir sem voru fyrir eru orðnir betri, mér líst alltaf betur og betur á þetta," sagði Tryggvi en eru menn farnir að þekkja nöfnin á hvor öðrum?
 
,,Þetta er að koma hjá Alberti, þegar hann er kominn í hús þá er þetta komið."
 
Yngvi Borgþórsson fékk rautt á 15. mínútu gegn Val en Eyjamenn spiluðu þrátt fyrir það vel.
 
,,Við ætlum að reyna að vera 11 allar 90. mínúturnar á morgun, það fór mikill kraftur í þetta hjá okkur á móti Val en ánægjulegt stig. Við ætlum að gera eitthvað svipað á morgun en helst 11," sagði þessi reyndi leikmaður að lokum í samtali við Fótbolta.net.
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.