Spurning til flokkanna þriggja með Skipalyftu Vestmannaeyja

Hvað væri hægt að gera til að vinna að því að fá sem mest af þessari vinnu hér í Eyjum ?

19.Maí'10 | 23:23

höfn vestmannaeyjahöfn vestmannaeyjar vestmannaeyjabær

Mig langar til að varpa spurningu til flokkanna þriggja, sem eru í framboði fyrir komandi kosningar.
 
Allt frá því að upptökumannvirki Skipalyftunnar varð óvirkt hefur skipafloti Eyjamann þurft að kaupa þjónustu sína annarsstaðar en hér í Eyjum. Þá er átt við stærri framkvæmdir.
 
 
Ef við gefum okkur það að Vinnslustöðin sem rekur 9 skip noti um 100 milljónir í viðhald skipa á ársgrundvelli og síðan Ísfélagið með sín skip, gefum okkur svipaða upphæð á ársgrundvelli. Þá er útkoman 200 milljónir á ári og samanlagt er það 1000, milljónir ;EINN MILLJARÐUR; sem þessi tvö fyrirtæki hafa lagt fram við viðhald skipa sinna á ca 5 árum.
Nánast má segja að bróðurparturinn af þessu fé hafi farið til annara sveitafélaga en Vestmannaeyja og ástæðan er augljós, það er ekkert upptökumannvirki hérna í eyjum, þær framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar eru því miður enganvegin það sem þarf.
 
 
Ég spyr því: Hvað væri hægt að gera til að vinna að því að fá sem mest af þessari vinnu hér í Eyjum ?
 
 
Svar óskast:
Brynjar Kristjánsson
Stálskipasmiður.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.