HALLÓ, HALLÓ BÆJARSTJÓRN Í VESTMANNAEYJUM ?

Keli bloggar

19.Maí'10 | 14:44

Keli

Það virðist sem svo að Eyjamenn séu algjörlega sofandi og þar fer bæjarstjórnin fremst í flokki. Nú hvað er að? Horfið út og sjáið hvað ég á við. Öskurykið er hérna allsráðandi og ég spyr ? Eru bæjarbúar ánægðir með ástandið? Það er engin kengur í bæjarstjórninni hérna í Vestmannaeyjum því ekkert, eða nánast ekkert er gert til að þrífa bæinn eftir að hér rigndi ösku fyrir helgi.
 
Þrír, fjórir sóparabílar að láni frá fastalandinu og fólk á atvinnuleysisskrá ræst út með kúst og hjólbörur gætu gert mikið í að losna við öskuna sem núna þyrlast um allt. Ég lýsi eftir aðgerðum bæjarstjórnar hér í Vestmannaeyjabæ og það strax. Það þýðir lítið að koma fram á fjögra ára fresti og lýsa því fjálglega, hversu frábært sé í Eyjum að búa, ef enginn vilji er fyrir hendi hjá því sama fólki, að taka til hendinni eins og ástandið er einmitt núna, þegar bærinn okkar er vægast sagt undirlagður öskuryki sem allstaðar smýgur inn.
Bærinn er í einu orði sagt, subbulegur.
 
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is