Aska enn hreinsuð í Eyjum

19.Maí'10 | 14:57
Öll tiltæk vinnutæki í Vestmannaeyjum eru nú notuð til að þrífa öskuna sem féll þar um helgina. Einnig hefur Vestmannaeyjabær orðið sér úti um viðbótarbúnað, þar á meðal svifryksbíl til gatnahreinsunar og tæki til að sópa gangstéttir.
Hluti sumarstarfsmanna sem átti að hefja störf um næstu mánaðamót hjá bænum hefur þegar tekið til starfa vegna öskuhreinsunar. Þá hefur Vestmannaeyjabær tekið í notkun nýtt símanúmer vegna upplýsinga og þjónustu í tengslum við hreinsunarstörfin. Númerið er 488-2535.
 
Íbúum er bent á að ekki sé æskilegt að spúla ösku niður í gatnaniðurföll þar sem þau geti stíflast. Best sé að sópa sem mestu af öskunni og setja í poka við eða á gangstétt. Starfsmenn Vestmannaeyjabæjar safna öskupokunum saman. Einnig er tekið við gosefnum í sorpbrennslustöð bæjarins. Fólki er ráðlagt að aftengja niðurföll af þökum þar sem aska sem blotnar sest til í holræsakerfum og stíflar þau.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.